Búnaðarrit - 01.01.1985, Blaðsíða 176
174
BÚNAÐARRIT
Ýmis hlunnindi gefa drjúgar tekjur, svo sem dúnn og
rekaviður. Ferðamannaþjónustu fleygir fram, og horfur eru
á, að hún skapi bæði mikla vinnu og tekjur í framtíðinni.
Þá vil ég minna á eitt að lokum, sem sýnir kannske bezt,
hversu við höfum fjölþættan landbúnað og margþætt störf í
sveitum. Það er fyrsta búvörusýningin sem haldin var hér á
landi í septembermánuði s. 1., og tókst hún afburða vel.
Fjölmörg fyrirtæki sýndu vörur og kynntu þar framleiðslu
sýna. Sýningin bar þess vott, að íslenzkur landbúnaður
hefur vandaðar vörur á boðstólum, úrvals góðar og hollar
matvörur, hlýjan, fallegan og notalegan fatnað, margþætt-
an iðnað, bæði til gagns og gleði, ásamt ýmsu fleiru.
Sýningin var fjölsótt, og þótti takast ágætlega. Hún sýndi,
að það er ekki sofið á verðinum í landbúnaði.
Ég hef gripið hér á nokkrum þáttum, er landbúnað
snerta, og er þó margt ótalið. Til dæmis gengur illa að fá
menn til starfa hjá sumum búnaðarsamböndum, eins og ég
ræddi um í fyrra. Horfurnar eru ekki góðar, og liggja til
þess margar orsakir, m. a. þjóðfélagsbreytingar.
Tölvunotkun ryður sér rúm í leiðbeiningaþjónustu og í
allri starfsemi hjá Búnaðarfélagi íslands. Ekki veitir af að
nota tækni, því að þröngur er sá stakkur, sem fjárráð
félagsins miðast við.
Góðir þingfulltrúar.
Ég býð ykkur velkomna til starfa. Sérstaklega býð ég
velkominn Gunnar Bjarnason frá Böðvarsholti, sem nú
tekur í fyrsta sinn sæti á Búnaðarþingi, og kemur hann í
stað Leifs Jóhannessonar.
Góðir gestir.
Ég þakka ykkur komuna. Það er mér og okkur öllum,
sem heyrum til Búnaðarþingi og Búnaðarfél'agi íslands,
fagnaðarefni, hve margir heiðra Búnaðarþing með komu
sinni. Það sýnir, að þeir eru margir sem eiga sterkar rætur í
sveitum landsins.
Ég þakka sérstaklega forseta íslands, frú Vigdísi Finn-