Búnaðarrit - 01.01.1985, Side 212
210
BÚNAÐARRIT
Vafalaust hefur Samband eggjaframleiðenda stigið mikið
heillaspor, þegar það kom upp hjá sér pökkunar- og
eggjadreifingarstöð, en með tilkomu hennar er skapaður
grundvöllur að stórauknum vörugæðum á eggjum. Þá hafa
og verið gjörð möguleg nútímaleg vinnubrögð við hreinsun
á hænsnabúum, aukið hreinlæti og heilbrigði hænsnastofns-
ins.
Einnig er í áætlun um að setja upp einangrunarstöð
vegna innflutnings á undaneldisfuglum, áform um útungun
varpfugla, sem yrði í beinum tengslum við ræktun norska
hænsnastofnsins og gjörð til þess að útvega öllum félags-
mönnum Sambands Eggjaframleiðenda varphænur með
kynbætta framleiðslueiginleika. Hér er um athyglisverðar
nýjungar að ræða, sem Búnaðarþing á von á, að eigi eftir að
skila góðum árangri, en um leið vill Búnaðarþing hvetja til
þess, að reynt verði til þrautar að fá hæfan ráðunaut í
alifuglarækt að Búnaðarfélagi íslands.
Mál nr. 7
Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 42, 12. maí
1969, um afréttarmálefni, fjallskil o. fl., með síðari breyting-
um, lagt fyrir 107. löggjafarþing.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var
með 24 samhljóða atkvæðum:
Búnaðarþing hefur athugað frumvarp til laga um
breytingu á lögum um afréttarmálefni, fjallskil o. fl. —
kaflanum um mörk og markaskrár. Búnaðarþing telur, að í
flestum atriðum hafi verið tekið tillit til athugasemda, er
gerðar voru við frumvarpsdrög þau, er voru til athugunar á
Búnaðarþingi 1984, og getur því fellt sig við þetta frumvarp
og leggur til, að það verði samþykkt óbreytt. Æskilegt er,
að Alþingi lögfesti það hið fyrsta vegna undirbúningsvinnu
að næstu markaskrárútgáfu, sem brátt þarf að hefja.