Búnaðarrit - 01.01.1985, Side 215
BÚNAÐARl'ING
213
með, í umboði ríkisvaldsins, framkvæmd ýmissa laga, er
varða landbúnað, og ræður til þess ráðunauta og annað
starfsfólk. Starfsemi þessi er að mestum hluta fjármögnuð
af ríkissjóði, og er það í fyllsta samræmi við það, sem gerist
um hliðstæðar stofnanir í nálægum löndum, þar sem rekinn
er þróaður landbúnaður. Sem dæmi um starfsemi Búnaðar-
félags Islands skal, fyrst og fremst, nefnd framkvæmd
jarðræktar- og búfjárræktarlaga, og er sú starfsemi að
líkindum þekktust, þar sem þessi lög eru að stofni til um 60
ára gömul. Á grundvelli þeirra hefur Búnaðarfélag íslands
haft yfirumsjón með leiðbeiningaþjónustunni í öllum grein-
um búrekstrar og annast þannig streymi upplýsinga og
ráðgjafar út til bænda í gegnum héraðsráðunautaþjónust-
una í búnaðarsamböndunum, sem bændur fjármagna að
nokkru leyti. Sem dæmi um aðra lagabálka, sem Búnaðar-
félagið fer með franrkvæmd á, má nefna lög um eyðingu
refa og minka, lög um forfalla- og afleysingaþjónustu, lög
um forðagæzlu o. fl.
Eins og sjá má af franransögðu, hafa Búnaðarfélag
Islands og Búnaðarþing einhver afskipti af öllurn félags- og
hagsmunamálum landbúnaðarins, öðrunr en verð-
lagsmálunum. Bændur verða sjálfir, ef vel á að fara, að
taka virkan þátt í uppbyggingu leiðbeiningaþjónustunnar á
ýmsum sviðunr, svo sem með skýrslugerð um afurðasemi
búfjár, og þeir kosta þessa þjónustu að hluta til bæði beint
og óbeint. Það er því fullkomlega eðlilegt, að þeir hafi
sjálfir á hendi yfirstjórn þessarar starfsenri, þótt hún sé
vissulega fjárinögnuð af ríkinu að nreirihluta.
Hér hefur í afarstórum dráttum verið leitazt við að skýra
stöðu og starfsháttu Búnaðarfélags íslands. Eflaust má
ýmislegt bæta þar og færa til betri vegar sem í öðrum
stofnunum, og skylt er að taka allri heilbrigðri gagnrýni
með opnurn huga.
Hitt nær hins vegar engri átt, að aðilar í æðstu stöðum
þjóðtelagsins leggi til, að lögð verði niður nær aldargömul