Búnaðarrit - 01.01.1985, Side 219
BÚNAÐARÞING
217
Búnaðarþing hefur skoðað frumvarp til laga um selveiðar
við ísland, sem nú liggur fyrir Alþingi, og vill af því tilefni
taka þetta fram:
1. Selveiði er frá fornu fari hlunnindi, seni fylgt hafa
sjávarjörðum hér á landi, staðið undir verulegum hluta
af Iífsframfæri þeirra, sem þar hafa búið, og er hiuti af
fasteignamati þessara býla. Því er sjálfsagt að málefni
selveiða heyri undir landbúnaðarráðuneytið.
2. Óverjandi verður að telja að fella niður gildandi
ákvæði um sérstök friðunarsvæði (friðun Breiðafjarðar
o. s. frv.) nema í samráði við hlunnindaeigendur á
viðkomandi svæðum, þar senr um hreina eignaupptöku
væri annars að ræða.
3. Meðan verð á selaafurðum á markaði er svo lágt, að
það afstýrir því ekki, að sel fjölgi úr hófi, er eðlilegt, að
skipulega sé unnið að því að halda selafjölda innan
hóflegra marka með kópadrápi eða á annan hátt og fela
veiðistjóra umsjón mcð þeim aðgerðum, sem annars
væru í ábyrgð viðkomandi sveitarfélaga, og höfð hlið-
sjón af fyrirkomulagi hreindýraveiða og refavinnslu.
Þessi atriði, sem hér eru talin, nægja til þess, að
Búnaðarþing leggst gegn frumvarpinu í þessari mynd, en
leggur til, að nýtt frumvarp verði sarnið, þar sent tillit sé
tekið til ofangreindra atriða.
Mál nr. 16
Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 50, 1. júní 1984,
um Lífeyrissjóð bœnda, 237. mál 107. löggjafarjiings.
Málið afgreitt nteð eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var
með 24 samhljóða atkvæðum:
Búnaðarþing hefir fariö yfir frumvarp til laga um
breytingu á lögum nr. 50 frá 1. júní 1984 um Lífeyrissjóð
bænda og mælir með því, að það verði samþykkt óbreytt.