Búnaðarrit - 01.01.1985, Side 226
224
BUNAÐARRIT
Það fiskeldi, sem þegar er hafið og er í undirbúningi, er í
mjög stórum rekstrareiningum og einna mest í þeim
landshluta, sem þéttbýlastur er (með undantekningum þó).
Vissulega er það góðra gjalda vert, ef vel tekst til um slíkan
rekstur, en einnig er mikið haft í hættu í stórrekstrinum, ef
áföll verða. Norðmenn, sem gjarnan er iitið til sem
fyrirmyndar í þessum atvinnuvegi, hafa byggt hann upp í
fremur smáum fyrirtækjum, eins konar fjölskyldubúskap,
en þar eru aðstæður aðrar en hér. Ekki verður annað séð en
smærri rekstur, t. d. á bændabýlum, ætti að geta þrifizt hér,
ef heppilegar aðstæður eru fyrir hendi, samhliða stærri
rekstri og notið jafnvel að sumu leyti skjóls af honum.
En það er mála sannast, að tal manna um fiskeldi sem
raunhæfan valkost í atvinnuppbyggingu í dreifbýli er mjög í
lausu lofti að því, er varðar þekkingu á náttúrulegum
aðstæðum fyrir slíkan búskap. Að vísu hafa ýmsar undir-
búningsathuganir þegar farið fram víða um land, en engin
aðgengileg heildarúttekt liggur fyrir. Hana þarf að gera hið
fyrsta og sem ýtarlegasta og meta jafnframt, hvar líklegt er ,
að sé fjárhagslega hagkvæmt að nýta þessar aðstæður og til
hvers konar fiskeldis. Minna má á, að tekið er að kenna
fiskeldi við Hólaskóla. Með tilliti til þess og þá atvinnu-
ástands í sveitum, er því tímabært og raunar mjög aðkall-
andi, að bændum og öðrum, sem í sveitum vilja vera, sé
gerð grein fyrir því, hverjir möguleikar eru hér fyrir hendi.
Þá er það ekki síður brýnt, við núverandi aðstæður, að
áfram verði haldið að nýta betur þá tekjumöguleika, sem
ýmsir bændur og félög þeirra eiga í silungsveiði í ám og
vötnum. Nokkuð hefur verið brotinn ísinn í markaðsmál-
um, en miklu meira þarf að gera samhliða aukinni veiði.
Ennfremur að halda áfram veiðarfæraþróun, rannsóknum á
nýtingu og þoli fiskstofna í vötnum og fiskihverfum og auka
áróður og leiðbeiningar. Til þessa alls þarf fjármuni, hvort
heldur störf þessi eru unnin af Veiðimálastofnun og útibú-
um hennar, e. t. v. að einhverju leyti (rannsóknir) af