Búnaðarrit - 01.01.1985, Side 232
230
BÚNAÐARRIT
umræða kemur meðal annars til af breyttum viðhorfum
varðandi útflutning á búvörum frá hinum hefðbundnu
búgreinum.
Rannsókna- og tilraunastarfsemin hefur að sjálfsögðu
komið inn í þessa umræðu, og komið hafa fram nokkuð
skiptar skoðanir bæði af hálfu landbúnaðarmanna og
fjárveitingavaldsins.
Stjórn og framkvæmdastjórum Rannsóknastofnunar
landbúnaðarins þótti því tímabært að óska eftir því við
landbúnaðarráðherra, að gerð yrði eins konar úttekt á
starfsemi Rala bæði faglega og fjárhagslega séð ásamt
endurskoðun á lögum þeim, sem stofnunin starfar eftir.
Þessi nefnd hefur nú verið skipuð og mun taka til starfa á
næstunni. Því er eðlilegt, að Búnaðarþing beini til hennar
þeim ábendingum, sem það vill koma á framfæri varðandi
starfsemi stofnunarinnar. I ályktuninni koma fram ábend-
ingar í fimm liðum um eins konar forgangsverkefni að mati
Búnaðarþings, og skal hér gerð nokkru nánari grein fyrir
hverju einstöku verkefni:
1. Gera má ráð fyrir, að framundan séu allmiklar fram-
kvæmdir á sviði endurbóta á framræslu og endurrækt-
unar. Fyrir liggur, að árangur af ræktuninni, sem þegar
hefur verið gerð, er mjög misjafn, sérstaklega hvað
endingu hennar varðar. Það sýnir meðal annars, að við
er að fást mjög breytilegar aðstæður, hvað snertir
jarðveg, veðurfar og fleira. Starfandi er á vegum
Rannsóknastofnunar landbúnaðarins og Búnaðarfélags
íslands nefnd sérfræðinga og ráðunauta til þess að gera
tillögur um úrbætur á þessu sviði, meðal annars um þau
rannsókna- og tilraunaverkefni, sem vinna þarf að.
Aríðandi er, að nefndin skilgreini vel þann vanda, sem
við er að fást, og meti, hvaða árangri er hægt að ná með
auknum leiðbeiningum, bættri framræslu, betri jarð-
vinnslu, breyttri áburðarnotkun, einkum notkun á
kalki, bættri verzlun með áburð og sáðvöru (annars