Búnaðarrit - 01.01.1985, Page 234
232
BÚNAÐARRIT
aðstöðu til þess að sinna þeim rannsókna- og tilrauna-
verkefnum, sem nauðsynlegt verður að sinna.
4. Með tilkomu fæðudeildar Rala er komin nokkur vísir
að matvælarannsóknum, sem þegar hafa veitt allmargar
gagnlegar upplýsingar um næringargildi, hollustu, með-
ferð og geymslu á matvælum. Til þessa hafa mat-
vælarannsóknir nær eingöngu náð til mjólkur- og
kjötvara. Rannsóknum þessum var komið á að tilhlut-
an Búnaðarþings og Framleiðsluráðs landbúnaðarins,
sem hefur kostað þær að hluta. Ennfremur hefur á
undanförnum árum fengizt erlent fjármagn sem fram-
lag til matvælarannsókna. Fjármagnið hefur því komið
víðar að en frá ríkissjóði og réð það úrslitum um það,
að hægt var að sinna þessu verkefni. Þennan þátt
rannsóknanna þarf að efla og færa út til fleiri sviða
búvöruframleiðslunnar bæði gagnvart hollustu, þegar
um matvæli er að ræða, og vörugæðum, hvort sem um
er að ræða matvæli, framleiðslu á hráefni til iðnaðar
eða annarra nota.
5. Fram hefur komið, að áhrif bændasamtakanna séu ekki
nægilega mikil á val rannsóknaverkefna, heldur mótist
það val meira af áhuga og menntun einstakra sérfræð-
inga frekar en þörf landbúnaðarins. Þetta atriði er vert
að kanna sérstaklega og ráða bót á, ef þurfa þykir.
Mál nr. 30
Erindi Búnaðarsambands Austur-Húnavatnssýslu um
stefnumörkun gagnvart aðstoð við atvinnuuppbyggingu í
sveitum.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var
með 23 samhljóða atkvæðum:
Búnaðarþing telur, að stefnumörkun gagnvart aðstoð við
alhliða atvinnuuppbyggingu í sveitum og lánveitingar í því
sambandi, tengist verulega þeirri þróun, sem verður í