Búnaðarrit - 01.01.1985, Page 236
234
BÚNAÐARRIT
Um loðdýrarækt þarf að gera heildaráætlun. Öll tengjast
þessi mál alhliða atvinnuuppbyggingu í sveitum, og þó að
málum sé hér vísað til Stéttarsambands bænda sem frum-
kvæðisaðila treystir Búnaðarþing jafnframt stjórn Búnað-
arfélags íslands að leggja þessum málum öllum það lið, sem
unnt er.
Mál nr. 31
Erindi Búnaðarsambands Kjalarnesþings um umsögn um
Frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 73/1980 um
tekjustofna sveitarfélaga með síðari breytingum, 230. mál
107. löggjafarþings.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var
með 24 samhljóða atkvæðum:
Búnaðarþing lítur svo á, að ekki hafi verið hnekkt þeim
meginrökum, sem liggja til grundvallar þess ákvæðis, sem
felst í síðustu málsgr. 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfé-
laga nr. 73/1980. Því leggur þingið til, að frumvarp til laga
um breytingu á þeim lögum, sem nú liggur fyrir Alþingi,
verði fellt.
Greinargerð:
Það hefur stöðugt færzt í vöxt á seinustu áratugum,að
fjársterkir menn hafa keypt hlunnindajarðir til þess ein-
göngu að nýta hlunnindi þeirra, en lítt hirt um það, hvort
annar búskapur er rekinn á þeim jörðum. Má víða sjá þess
dæmi, að hlunnindajarðir hafa þannig farið í eyði og
minnkað þannig tekjumöguleika viðkomandi sveitarsjóða.
Ekki er óeðiilegt, að með því heimildarákvæði í gildandi
lögum að leggja megi hærri fasteignaskatt á hlunnindi í eigu
utansveitarmanna, sé að einhverju leyti reynt að hantla
gegn þessari þróun og bæta að litlu þó þessa tekjuskerðingu
sveitarfélaganna.
Þá sýnir reynslan, að oft er illa eða alls ekki sinnt