Búnaðarrit - 01.01.1985, Page 238
236
BÚNAÐARRIT
Þá er einnig rétt aö benda á mikilvægi þess, að með
auknu hreinlæti, og sérstaklega með því nútíma búskapar-
lagi, að hreinsa húsin öll rækilega, þegar hver hópur hefur
lokið sínu skeiði, verður miklu auðveldara að annast allar
sóttvarnir á alifuglahúsum.
Búnaðarþing vill í því sambandi minna á, að samin hefur
verið reglugerð við dýraverndunarlögin, sem kveður á um
lágmarksrými fyrir alifugla í búrum, og er nauðsynlegt, að
sú reglugerð verði staðfest hið fyrsta.
Greinargerð:
Búfjárræktarnefnd hefur leitazt við að kynna sér, hvort
ástæða væri til að breyta um þá stefnu, sem fylgt hefur verið
á undanförnum árum í sambandi við lyfjablöndun í fóðri
alifugla og annars búfjár.
Til viðtals um þessi mál hafa verið kallaðir þeir Guð-
mundur Jónsson, fyrrv. alifuglaráðunautur, Gunnar Sig-
urðsson, forstöðumaður fóðureftirlits ríkisins, dr. Bragi
Líndal Olafsson, fóðurefnafræðingur á Rannsóknastofnun
landbúnaðarins, Sigurður Sigurðarson, dýralæknir á Keld-
um, og Páll Agnar Pálsson, yfirdýralæknir.
Eftir ýtarlegar viðræður um þessi mál var samdóma álit
allra þessara manna, að það væri sjálfsagt að hafa íblöndun
á fyrirbyggjandi lyfjum í algjöru lágmarki í öllum fóður-
blöndum sláturdýra, og í þeim tilfellum, sem sjúkdómar
eða vanþrif herjuðu, t. d. í alifuglastofninum, væri aðeins
ráðlegt að nota læknislyf í samráði við dýralækni eða eftir
leiðsögn hans. Þó væri hreinlæti í hænsnahúsum og rækileg
hreingerning þýðingarmeira en öll lyfjameðferð, þótt mikil-
væg sé, þegar allt er komið í óefni.