Búnaðarrit - 01.01.1985, Page 245
BÚNAÐARÞING
243
Mál nr. 42
Erindi Stefáns Halldórssonar og Sveins Jónssonar um
nautgriparœkt.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, senr samþykkt var
með 21 samhljóða atkvæði:
Búnaðarþing 1985 telur tímabært að kynbótanefnd í
nautgriparækt taki til yfirvegunar, hver stefnumiðin skuli
vera í ræktunarmálum nautgripastofnsins með tilliti til
efnainnihalds mjólkurinnar og þá fyrst og fremst fitu- og
próteininnihalds.
Þá beinir Búnaðarþing því til þeirra, sem verða kvaddir
til að endurskoða búfjárræktarlögin, samanber mál nr. 43,
ef samþykkt verður, að taka til yfirvegunar, hvort heppi-
legra teldist að fjölga kynbótanefndarmönnum úr 5 í 7 í
þeim tilgangi að skipa í hin nýju sæti tvo bændur.
Greinargerð:
Búnaðarþing hefur haft til meðferðar ályktun búnaðar-
þingsfulltrúa úr Eyjafirði um könnun á því, hvort ekki sé
hagkvæmast fyrir alla aðila að auka efnainnihald mjólkur,
og þó einkum fituinnihald mjólkurinnar. Samkvæmt þess-
ari tillögu væri sjálfsagt að taka upp stöðlun á neyzlumjólk
og sú smjörfita, sem fengist við það, kæmi að notum til að
bæta upp verð á smjöri, sem hætt er við að verði að selja
undir framleiðsluverði.
Búnaðarþing lítur svo á, að þessi tillaga sé fyllilega þess
virði að gefa henni gaunt og kanna, hvað áynnist, ef t. d.
fituinnihald nrjólkurinnar yrði aukið að mun og jafnvel
proteinmagnið einnig. Hitt kemur að sjálfsögðu einnig til
greina að halda efnamagninu í svipuðum hlutföllum og nú
er.
Verði fjölgað í kynbótanefnd væri eðlilegast, að hinir
nýju fulltrúar kæmu úr þeim héruðum eða sýslunr, sem hafa
ekki haft fulltrúa til þessa í kynbótanefnd.