Búnaðarrit - 01.01.1985, Blaðsíða 252
250
BÚNAÐARRIT
3. Kosinn einn héraðsráðunautur í sýningarnefnd hrossa.
Kosningu hlaut:
Guðmundur Sigurðsson, ráðunautur, Hvanneyri.
4. Kosning þriggja manna í milliþinganefnd til að endur-
skoða búfjárræktarlög.
Kosningu hlutu:
Jón Ólafsson, bóndi, Eystra-Geldingaholti.
Stefán Halldórsson, bóndi, Hlöðum.
Össur Guðbjartsson, bóndi, Láganúpi.
5. Kosning þriggja manna í milliþinganefnd til að fjalla um
samræmingu landbúnaðarlöggjafar.
Kosningu hlutu:
Birkir Friðbertsson, bóndi, Birkihlíð.
Egill Bjarnason, ráðunautur, Sauðárkróki.
Sveinn Jónsson, bóndi, Ytra-Kálfskinni.
Á 18. fundi þingsins, sem haldinn var sama dag, fóru
fram þingslit. Ásgeir Bjarnason, forseti Búnaðarþings,
ávarpaði þá þingfulltrúa og gesti með þessum orðum:
„Sextugasta og sjöunda Búnaðarþingi er að ljúka. Það
hefur staðið í 14 daga og haldið 18 fundi. Lögð voru 49 mál
fyrir þingið, þar af voru afgreidd 45. Þingfulltrúar hafa átt
annasama daga, á meðan þingið stóð, því að mörg og
yfirgripsmikil mál voru könnuð og ályktanir gerðar. Sá
háttur er hafður á við þingstörfin, að ráðunautar aðstoða
nefndir og búnaðarmálastjóri veitir margháttaðar upplýs-
ingar auk þess sem skrifstofa Búnaðarfélagsins veitir alla þá
þjónustu, sem þarf að öðru leyti.
Það er álit sumra manna, að Búnaðarþing sé úrelt og
gagnslaust nú orðið. Ég skal játa það, að langt er síðan, að
Pétur Jónsson, alþm. og ráðherra frá Gautlöndum, óskaði
eftir því, að náin samvinna væri á milli Búnaðarþings og