Búnaðarrit - 01.01.1985, Page 253
BÚNAÐARÞING
251
landbúnaðarnefnda Alþingis, en það gerði hann á sínum
tíma, og sjálfsagt hefur það verið brýn nauðsyn þá.
En af hverju er það ekki jafnmikil eða meiri nauðsyn nú.
Ég held, að þörfin á góðum samskiptum á milli Búnaðar-
þings og Alþingis sé jafnnauðsynleg nú og hún hefur alltaf
verið og var á dögum Péturs á Gautlöndum, og jafnvel
ennþá brýnni. í lýðfrjálsu landi hlýtur það að vera stuðn-
ingur fyrir ríkisvaldið að hafa hinar einstöku stéttir með í
ráðum, er breyta þarf verkefnum frá því, sem verið hefur.
Það hefur sýnt sig að undanförnu, að nauðsynlegt er að
breyta til í landbúnaði, breyta búskaparháttum. Þetta eru
menn sammála um. Mér finnst ríkisvaldið og þá ekki sízt
þeir, sem ráða landbúnaðarmálum þar, vilji eiga sem mest
samráð við bændasamtökin um nauðsynlegar breytingar í
landbúnaði, og það ber að þakka. Þeir kunna að meta það,
að bændastéttin hefur orð á sér fyrir að vera bæði skilnings-
rík og ábyrg. Þinghald okkar er því nauðsynlegt. Stærsta og
yfirgripsmesta málið, sem lá fyrir þessu Búnaðarþingi, er
frumvarp til jarðræktarlaga, sem er samið af milliþinga-
nefnd, sem þingið í fyrra kaus. Nefndin hefur unnið mikið
og þarft verk og skilað ýtarlegri greinargerð ásamt frum-
varpi til laga. Miklar umræður urðu um málið, og ýmislegt
kom fram, sem þarfnast athugunar á nýjan leik, svo að
málið var afgreitt með svohljóðandi rökstuddri dagskrá. 1
Meðal annarra mála á Búnaðarþingi var tillaga um það
að leggja starfsemi Búnaðarfélags íslands niður. í sam-
bandi við tillögu þessa vil ég geta þess, að það er ekki á
valdi Alþingis að ákveða það, á meðan við búum í
lýðfrjálsu landi vegna þess, að Búnaðarfélag íslands er
frjáls félagsskapur bænda. Það er stofnað af bændum
sjálfum. Það er á þeirra valdi einna að leggja Búnaðarfé-
lagið niður samkvæmt þeim félagsreglum, sem þar um
gilda. Hitt er annað mál með verkefni þau, er ríkisvaldið
1 Sjá mál nr. 3. — Ritstj.