Búnaðarrit - 01.01.1985, Side 254
252
BÚNAÐARRIT
felur Búnaðarfélagi Islands að sjá um. Það hefur Alþingi og
ráðuneyti í sinni hendi, en ekki það, hvort Búnaðarfélag
íslands lifir eða deyr. Mín trú er sú, að Búnaðarfélag
Islands verði langlíft, margra alda gamlalt, og að það muni
ekki skorta verkefni í framtíðinni, því að margt er ógert í
búskaparháttum hér á landi, og mun svo lengi verða. Og
bændastéttin og þeir, er henni heyra til, þjappa sér saman
og kunna á þann hátt að styrkja stöðu sína og hugsa
jafnframt um framtíð þjóðarinnar.
Eg ætla mér ekki hér að telja upp þau mál, sem
Búnaðarþing fjallaði um, því að þau eru ykkur í fersku
minni frá fjölmiðluin.
Ég sé ástæðu til þess að geta þess sérstaklega, að
Búnaðarþingi var boðið að heimsækja bændaskólann og
búvísindadeildina á Hvanneyri, og fórum við þangað
laugardaginn 23. febrúar. Móttökur voru ágætar, og var
skólinn kynntur bæði af kennurum og nemendum. Skólinn
er fullsetinn af áhugasömu ungu fólki, sem trúir á mátt
moidarinnar. Uppbygging staðarins er með glæsibrag, en
þó skortir skólann ýmislegt, sem vonandi tekst að ráða
fljótlega bót á. Ég þakka kennurum og nemendum á
Hvanneyri ágætar móttökur og kynningu á störfum
skólans.
Góðir þingfulltrúar.
Það er margs að minnast frá þessu þinghaldi, þótt hér sé
á fátt eitt drepið. Ég þakka ykkur dyggilega unnin störf og
umburðarlyndi í minn garð. Það er rétt, eins og hér hefur
komið fram, að tíminn hefur verið naumur, en það er hann
á flestöllum þingum, og fátítt mun það núorðið, að öll ntál,
sem þingum berast, séu afgreidd. Þótt slíkt hafi áður verið á
Búnaðarþingi, á meðan mál voru mun færri og þinghald
lengra, þá finnst mér það horfa öðruvísi við í dag.
Ég þakka varaforsetum ágæta aðstoð og skrifurum góða
þjónustu. Skrifstofustjóra og ritara þakka ég frábær störf.
Búnaðarmálastjóra, ráðunautum og öðru starfsfólki Bún-