Búnaðarrit - 01.01.1985, Síða 257
LANDBÚNAÐURINN
255
en meðaltal áranna 1931—60 (febrúar 0.2, mars 0.2, apríl
0.2 og maí 1.3).
Sumarmánuðirnir voru einnig fremur svalir í Reykjavík
nema júlí, sem náði meðalhita áranna 1931—60 (júní -0.2,
júlí 0.0, ágúst —0.9, sept. —1.2, okt. —1.4, nóv. —1.4,
des.).
Á Akureyri var janúar einnig kaldur eða 3.5°C undir
meðaltali 1931—60, en síðan voru allir mánuðir hlýrri en
það meðaltal (febrúar 1.7°, mars 1.3°, apríl 2.7°, maí 0.4°,
júní 0.8°, júlí 1.9°, ágúst 1.9°), þar til september var 1.4°
kaldari, okt. 1.7° og nóv. 1.4°, en desember 0.6° hlýrri en
meðaltal.
Árið var í heild úrkomusamt á sunnanverðu landinu.
Alla mánuði frá febrúar til ágúst var úrkoma yfir meðaltali,
mestu munaði þó um júlí og ágúst. í júlí féll meira en
tvöföld meðalúrkoma og ágúst nær tvöföld. Síðan hefur
úrkoma verið undir meðaltali mánuðina sept.-des.
Á Akureyri var úrkoma meiri en í meðallagi tvo fyrstu
mánuðina, frekar lítil í mars, um meðaltal í apríl og maí, en
mikil í júní. Sérlega lítil úrkoma var í júlí og ágúst, en
nokkuð meiri en meðaltal í september.
Á Höfn í Hornafirði var úrkoma alla mánuði ársins,
nema í febrúar og apríl, minni en í meðallagi.
í Reykjavík voru sólskinsstundir færri en í nieðallagi alla
mánuðina þangað til í september, hann var frekar sólríkur
og sömuleiðis október.
Á Akureyri voru apríl og svo júní og einkum ágúst mjög
sólríkir, en aðrir mánuðir ekki langt frá meðallagi.
Borið saman við undanfarin ár og reyndar áratugi var
þetta frábært sprettuár, og kom það fram í mjög góðri
grassprettu bæði á túnuin og úthaga hvarvetna á landinu,
góðri og víðast frábærlega góðri sprettu garðávaxta og
góðum þrifum og vexti trjágróðurs. Einkum varð vöxtur
trjáa mikill á norðan- og austanverðu landinu þar sem
sólfar var mikið og margir mjög hlýir dagar komu. Þessi