Búnaðarrit - 01.01.1985, Page 258
256
BUNAÐARRIT
góða spretta kemur væntanlega fram í því, að afréttir hafa
aftur tekið að batna eftir harðindaárin og því að trjágróður
nær sér vel á strik.
Einstakir mánuðir. Árið byrjaði með mjög köldum janúar
og nokkuð umhleypingasömum tíma. í Reykjavík var að
meðaltali 4.0° frost, sem er 3.6° undir meðallagi og hafa
aðeins tveir janúarmánuðir orðið kaldari síðan 1880. Á
Akureyri var einnig kalt, 5° frost að meðaltali, sem er 3'/2°
kaldara en meðaltal. Mikill snjór var miðað við venju á
sunnan- og vestanverðu landinu.
Febrúar var úrkomusamur um land allt, en fyrstu vikuna
hlýnaði til muna. Meðalhiti mánaðarins í Rvík. var nálægt
meðaltali áranna 1931-—60, en á Akureyri og víðar nokkuð
yfir meðaltali. Óvenju snjóþungt var vestan til á landinu,
en norðan og austan til var orðið snjólaust seinni hluta
mánaðarins.
I mars var meðalhiti 1.2° í Reykjavík, sem er 0.3° undir
meðallagi, en á Akureyri var mun hlýrra að tiltölu og hitinn
1.3° yfir meðallagi. Frá austanverðu Norðurlandi til Suð-
austurlands var óvenju snjólítið, en vestan til á landinu var
snjór víða mikill.
í apríl ríktu suðlægar áttir nema dagana 10.-15., þá var
köld norðanátt. Mánuðurinn var því í heild úrkomusamur
um allt land og mildur um norðan- og austanvert landið. I
Reykjavík var hitinn um meðallag, en á Akureyri og Höfn
var meðalhitinn 4.4°, sent er 2.7° yfir meðallag á Akureyri
og 1.6° á Höfn.
í maí voru suðlægar áttir ríkjandi og hlýrra á Norður- og
Austurlandi en suðvestan til á landinu. I Reykjavík var
meðalhitinn 5.6°, sem er 1.3° undir meðallagi, en á
Akureyri var meðalhitinn 6.7°, sem er 0,4° yfir meðallagi
bæði í Reykjavík og á Akureyri.
Júní var fremur hlýr og óvenju hlýtt var fyrstu viku
mánaðarins. Hiti komst í 19.5° í Reykjavík þann 6. og í