Búnaðarrit - 01.01.1985, Page 259
LANDBÚNAÐURINN
257
23.5° á Akureyri þann 5.—6. Nokkuð úrkomusamt var
einkum á Suðurlandi, en víða komu þó góðir þurrkar á milli
og komst komst þá heyskapur allvel á veg. Meðalhitinn í
Reykjavík var 9.3°, sem er um ineðallag, en 10.1° á
Akureyri, sem er tæpri gráðu yfir meðallag.
í júlí var meðalhitinn í Reykjavík 11.2°, sem er jafnt
meðaltali áranna 1931—60, en 0.6° yfir meðaltali áranna
1961—80. Á Akureyri var meðalhitinn 12.7°, sem er 1.8°
yfir meðaltali áranna 1931—60 og 2.4° yfir meðaltali 1961—
80. Þar komu margir heitir dagar. Hlýtt var um allt landið
fyrstu 9 dagana, en síðar var dumbungsveður eða rigning
Suðvestanlands og gekk í ntikla óþurrka unt sunnanvert
landið. Óvenju hlýtt var um vestanvert landið.
í ágúst voru sunnan- og suðvestanáttir ríkjandi. Úrkomu-
samt og sólarlítið var þá sunnanlands og vestan, en mjög
þurrt og sólríkt fyrir norðan og austan. Meðalhitinn var 9.9°
í Reykjavík, tæpri gráðu undir meðalllagi, en á Akureyri
var meðalhitinn 12.2°, unr 2° yfir meðallag. í Reykjavík féll
um tvöföld meðalúrkoma, en fyrir norðan og austan var
mjög þurrt. í lok mánaðarins breytti til og kom norðaustlæg
átt og birti til um sunnanvert landið.
I september voru veður hæg, en frekar var kaldara en í
meðalári. Bjart var yfirleitt unr sunnanvert landið og lítil
úrkorna. Frost voru þó lítil og stóðu kartöflugrös yfirleitt út
mánuðinn. Engin áhlaup gerði.
I október var veður stillt og svalt, snjólaust var að mestu
þar til síðast í mánuðinum. Hitinn var um Vi° undir
meðallagi.
í nóvember voru veður einstaklega hæg og gerði sjaldan
storma. Hitinn var 1V2—2° undir meðallagi bæði í Reykjavík
og á Akureyri. Úrkoman var lítil, en sólskinsstundir rnargar
og engin áhlaup gerði.
Desember hefur einnig verið góður, en nokkrir um-
hleypingar síðustu vikurnar. Snjólétt hefur verið um landiö
allt ntiðað við það sem oft gerist.
17
L.