Búnaðarrit - 01.01.1985, Síða 268
266
BÚNAÐARRIT
1980 1981 1982 1983 1984
Nýrækt túna, ha...... 2.536 1.902 1.809 1.732 2.191
Endurræktun túna, ha .... 690 1.721 1.410 1.181 1.419
Grænfóðurræktun, ha .... 3.938 5.235 5.192 5.626 5.725
Skurðgröftur, m’ ....... 3.193.000 2.416.000 4.724.000 4.558.000 6.437.000
Plógræsi, km......... 1021.7 104.7 869.7 293.7 841.3
Þurrhcyshlöður, m’...... 72.151 65.377 80.603 52.654 49.000
Vothcyshlöður, nv’ ........ 26.413 35.117 34.113 23.312 55.024
Áburðargcymslur, m5 .... 40.269 56.064 70.572 53.737 57.706
Vcrkfæragcymslur, m5 ... 9.658 9.598 10.716 6.840 7.232
Lánveitingar Stofnlánadeildar landbúnaðarins til útihúsa-
bygginga og ræktunar og flestra annarra framkvæmda hafa
á undanförnum 8—10 árum dregist mjög saman. A árinu
1983 voru lán til fjósa, fjárhúsa og heygeymslna ekki nema
um þriðjungur þess, sem þau voru á árunum 1976 og 1977.
Heildarlánin til framkvæmda í landbúnaði, þar með
taldar vinnustöðvar o. fl., reiknað á föstu verðlagi, hafa
dregist saman um meira en helming eða um 34.5% síðustu
tíu árin. Þetta sýnir vel hvernig brugðist hefur verið við
markaðskreppunni og offramleiðslu kjöt- og mjólkurvara.
Fullyrða má að lán til slíkra framkvæmda nú eru ekki meiri
en sem svarar til þeirra framkvæmda, sem nauðsynlegar eru
til viðhalds.
Nú voru veitt 71 lán til fjósbygginga á móti 68 árið áður,
32 lán til fjárhúsbygginga, en 47 árið áður, 24 lán á
þurrheyshlöður og 29 á votheysgeymslur. 108 lán voru veitt
til bygginga loðdýrahúsa, en 105 árið áður. í allt veitti
Stofnlánadeild 736 lán til framkvæmda að upphæð 225.5
milljónir, sem er um 57% hærri upphæð en árið áöur. Lán
til jarðakaupa voru 128 á móti 103, og til dráttarvélakaupa
149 á móti 94 árið áður.
Lífeyrissjóður bœnda veitti í allt 316 lán, þar af 83 til bú-
stofnskaupa og 233 til íbúðarhúsa, eða óbundin lán samtals
upphæð kr. 57 milljónir. (Sjá yfirlit á næstu síðu).