Búnaðarrit - 01.01.1985, Síða 272
270
BUNAÐARRIT
fiskrœktar einkum fiskeldis. Og í þriðja lagi ýmiss konar
ferðaþjónusta ísveitum á vegum bœnda eða sérhœfðra aðila.
Loðdýrarœktin er þegar orðin umtalsverður atvinnuveg-
ur, sem lofar vissulega góðu. Þegar er þar fengin mikilvæg
reynsla, er sýnir að íslenskir loðdýrabændur eiga innan
skamms að geta staðið starfsbræðrum sínum í samkeppnis-
löndum fyllilega á sporði.
Enn er þar þó margt óunnið. Rannsóknir á fóðri og
fóðurmöguleikum, fyrirkomulagi fóðurstöðva, svo og á
byggingum og húsagerð þarf að stórefla. Skipuleggja þarf
kynbótastarfið og síðast en ekki síst að stórefla kennslu og
leiðbeiningastarfsemina á öllum sviðurn loðdýraræktar-
innar.
Það kemur hvað skýrast í Ijós, þegar hafist er handa um
nýjar búgreinar, hve dýrt það getur verið að spara aurana
til að afla þekkingar og útbreiða hana. Þeir fjármunir, senr
varið er til þessara hluta, eru hreinir smámunir hjá því, sent
spara má með því að koma í veg fyrir slys og mistök og hjá
því, sem vinnst með bættum árangri í ræktuninni og auknu
verðmæti afurðanna.
Það er hins vegar rangt, sem stundum hefur heyrst, að
ekki hafi verið unnið skipulega að uppbyggingu loðdýra-
ræktarinnar hér. Hún hefur að vísu enn sem komið er notið
mjög takmarkaðs fjárstuðnings, hvort sem er beint eða
óbeint, en því litla, sem til ráðstöfunar er, hefur verið vel og
skynsamlega varið og bændur, sem gerst hafa brautryðj-
endur á þessu sviði, hafa sýnt góða samstöðu og félags-
þroska. Ekkert mælir því gegn því að loðdýraræktin geti
orðið hér gildur atvinnuvegur, sem stendur fyllilega í
erlendri samkeppni, aflar mikils gjaldeyris og veitir tveimur
til þremur þúsundum manna atvinnu þegar allt er saman
talið.
Fiskeldið er enn sem komið er meira sem óskrifað blað,
þar erum við enn aðeins búnir að stíga fyrstu skrefin. Þegar
til lengri tíma er litið eru möguleikarnir þar þó væntanlega