Búnaðarrit - 01.01.1985, Page 283
LANDBÚNAÐURINN
281
Hægt er að djúpfrysta sæði flestra búfjártegunda, en
frjóvgunarárangur með djúpfrystu sæði er misjafn eftir
tegundum.
Djúpfrysting á fósturvísum (enrbryoer), |r. e. frjóvguð-
um eggjum á 32—64 frurnu stigi er orðin þróuð á sviði
nautgriparæktar og er að valda byltingu á sviði nautgripa-
kynbóta.
Aðferðin er fólgin í því, að fjöldaegglosi (superovulation)
er komið af stað hjá kúnni með hormónagjöf. Síðan er
kýrin sædd með venjulegu móti.
Á 6. eða 7. degi frá frjóvgun eru frjóvguðu eggin flædd úr
leginu með sérstökum tækjabúnaði. Þegar það langt er
komið, er hægt að flytja frjóvguðu eggin beint í aörar kýr,
sem eru á sama stigi beiðmáls og flæddu kýrnar eða þá að
þau eru djúpfryst og geymd í fljótandi köfnunarefni, þar til
þeirra er þörf.
Djúpfrystu eggin eru hraðþídd í 37°C heitu vatni, áður en
þau eru notuð. Þróaðar hafa verið aðferðir til að leggja
frjóvguö egg beint inn í leg kúnna án uppskurðar, og það
eykur notagildi aðferðarinnar mjög mikið.
Djúpfrystur fósturvísir er tvílitna og verður að hreinrækt-
uðum einstaklingi gamla kynsins, þegar honum er komið
fyrir í Iegi á kú, þar sem hann verður að fullburða kálfi.
Djúpfrysting á fósturvísum er því mjög hagkvæm aðferð til
varðveislu nautgripakynja, sem eru í útrýmingarhættu.
Djúpfrysting hefur einig tekist vel á fósturvísum úr
sauðfé, geitum og kanínum, en ekki er vitað til að jákvæður
árangur hafi fengist með fósturvísa úr öðrum dýrum.
Við djúpfrystingu á fóstrvísum úr kú má reikna með
eftirfarandi tölum (Prof. Rasbæk Afd. for seksualfysiologi,
den Kgl. Veterinær- og Landbohöjskole, Köbenhavn, 7.
janúar, 1983. Persónulegar upplýsingar).