Búnaðarrit - 01.01.1985, Page 288
286
BUNADARRIT
Nú eru notuð um 20 naut á ári, og af þeim er 4—5 naut,
sem verða nautsfeður. Með þessu verða 20—25 nautsfeður í
hverjum ættlið, og samkvæmt því á skyldleikarækt ekki að
aukast nema um 0.5—0.6% í ættlið, sem verður að teljast
fremur lítil aukning.
Með því að halda áfrant þeirri varðveislu á sæði, sent
þegar hefur verið skipulögð, má telja, að næg trygging sé
fyrir því, að íslenski nautgripastofninn varðveitist til fram-
búðar.
A það ber að líta, að rýmisþörf til varðveislu á sæði fer
vaxandi með hverju ári. Því þarf að mæta þeim vanda, áður
en langt um líður, hvernig beri að grisja sæðisforðann,
þegar þrengir að unt geymslurými. Tillaga okkar er sú, að
þá verði varðveitt sæði til frambúðar úr þeim nautum, sem
hafa sýnt mest frávik í eðlisgerð sinni, bæði að því er snertir
afurðahæfni, arfgerðir í einstökum eiginleikum og ýmis
útlitseinkenni.
Ef tekin verður upp söfnun og flutningur fósturvísa í
nautgripum innanlands er sjálfsagt að skoða þann ntögu-
leika, að djúpfrystir verði fósturvísar úr ákveðnum fjölda
kúa. Þá þyrfti að velja fósturvísana þannig, að sem flestir
þeirra verði úr einstaklingspörunum, þannig að fjöldi feðra
og mæðra verði í hámarki. Með því að miða fjölda
fósturvísa við það, að 25 lifandi kálfar fæðist af hvoru kyni,
er hægt að halda skyldleikarækt í varðveittum stofni í
lágmarki.
Kostnaður við söfnun á fósturvísum hefur verið áætlaður
allvíða erlendis, og má gera ráð fyrir að hann verði um 2000
kr. á hvern fósturvísi.
Ef til þess kæmi, að ákveðinn yrði innflutningur á
erlendum mjólkurkúakynjum, ber brýna nauðsyn til að
endurskoða verndunarþörf íslenska mjólkurkúastofnsins.
2. Hross. Ekki virðist þörf á neinum sérstökum aðgerðum
til að vernda íslenska hrossastofninn, nema ef til kæmi
innflutningur á erlendum hrossakynjunt. Ef til þess kæmi