Búnaðarrit - 01.01.1985, Page 289
LANDBÚNAÐURINN
287
yröi að gera sérstaka áætlun um verndun íslenska hrossa-
stofnsins.
3. Sauðfé. Sauðfjárstofn sá, sem afurðaframleiðsla byggist
á, er svo stór, að ekki virðist þörf á sérstökum verndunar-
aðgerðum hans vegna.
Til eru hins vegar sérstæðir stofnar sauðfjár í landinu,
sem gætu glatast, ef ekki verður höfð sérstök gát á þeim.
Má þar fyrst telja forystufé. Til er heimild í lögum frá 1976
um opinberan stuðning við ræktun forystufjár. Samkvæmt
þessum lögum er Búnaðarfélagi íslands falin ábyrgð á
ræktun þess. Þessari lagaheimild mun ekki hafa verið beitt
ennþá. Brýn ástæða virðist til að gera áætlun um þessa
ræktun og koma henni þannig fyrir, að framtíð þessa
ævigamla og sérstæða fjárstofns verði tryggð.
Til að varðveita sérstæða erfðavísa, sem skýrt hefur verið
frá hér að framan, og sem ýmist hafa mikið vísindalegt gildi
eða fyrirsjáanlegt hagnýtt gildi, virðist einfaldast að frysta
fósturvísa úr ám, sem bera þessa erfðavísa.
Það ástand getur skapast í landinu, að sérstæðir fjárstofn-
ar lendi í útrýmingarhættu vegna smitsjúkdóma. Þegar svo
stendur á virðist ástæða til að tryggja viðhald stofnanna
með frystingu fósturvísa.
4. Geitfé. Samkvæmt búfjárræktarlögum er Búnaðafélagi
íslands falið að sjá um viðhald geitfjárstofnsins á íslandi.
Þeim ákvæðum hefur verið beitt með allgóðum árangri, frá
því að þau voru sett árið 1965.
Brýnt er, að þeim ákvæðum verði framfylgt áfram.
Stofninum er haldið við á allmörgum stöðum og fáir
einstaklingar í hverjum stað, en verulegar hömlur eru á
flutningi gripa milli staða vegna sjúkdómahættu. Ástæða er
því til að kanna möguleika á að frysta hafrasæði til
dreifingar um landið til að draga úr skyldleikaræktinni, sem
nú er víða mikil.
Mikil ástæða virðist til að kanna frystingu fósturvísa úr
geitum til að tryggja stofninn til frambúðar.