Alþýðublaðið - 10.08.1923, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.08.1923, Blaðsíða 4
■ LÞyjDVBLA»I» fyrir verkalýðirm, enda ber þar minna á byítingahug, og hafa þeir því aðhylst annað aiþjóða- sambandið, það í Lundúnum. ,GæzIa tiaailaganna: Út af af grein með ofanritaðri fyrirsögn, sem birt er í >Templ- ar« 2. ágúst þ. á., þar sem það er gefið í skyn, að ég sem eig- andi Laugavegsapóteksins hafi verið kærður og sé sekur $m óleyfilega vínsölu, og að at birgðum þeim, er mér hafi verið trúað lyrir, virðist vanta alt að 3000 lítrum síðan á nýjári, leyfi ég mér að taka þetta fram: Að Laugavegs apótek hefir ald- rei verið kært fyrir óleyfilega vínsölu og því engin rannsókn farið þar fram á þeim grund- velli af hálfu lögteglunnar. Að allur sá spíriíus, sem í apótekið kemur, er seldur út undir eftirliti hins lögskipaða umsjónatmanns lyfjabúðanna. Að aðdróttun sú um það, að- 3000 lítra af spritti vanti eða hafi >lekið niður« sfðan á nýjári, er illkvitnisleg gróusaga, sem enginn fótur er fyrir, en er skrökvað upp frá rótum. At spíritusforða lyfjabúðarinnar hefir aldrei vantað neitt nema alt að þeim 90 lítrum, er einn starfs- maður Iyfjabúðarinnar í heimiíd- arleysi og á eigin ábyrgð lét af hendi á ólöglegan hátt í fjar- veru minni. Að hin lögskipaða endurskoð- un, sem árlega fer fram á lyfja- búðum landsins að lyfsölumjm óvörum, var framkvæmd í Lauga- vegs-apóteki dagana 19. og 20. júní þ. á., og sýnir hún og sann ar, að engin óregla hefir átt sér stað í lyfjabúðinni. Et ritstjóri Templars skyldi efast um þetta, þá skal honum veittur aðgangur að >Visitations- protokoU lyfjabúðarinnar, og get ur hann þar gengið úr skugga um hið stranga eftirlit, sem lnft er með spíritussölunni. Að síðustu læt ég þess getið, að út af öllum hinum ærumeið- andi aðdróttunum að mér sem eiganda Laugavegsapóteksins, er í nefndri blaðagrein standa, hefi ég geit ráðst-jfanir tii þess, að lögsókn verði höfðuð gegn ritstjóra og ábyrgðarmanni blaðs- ins, svo hann fái tækifæri til þess að gera frekari grein fyrir ummælum sínum og sæti ábyrgð fyrir þau. Reykjavík, 8. ágúst 1923. Stefán Thorarensen. Áths. Þótt Atþýðublaðið sé ekki réttur aðili þessa máls, hefir það ekki viíjað synja höf- undi rúms að bera hönd fyrir höfuð sér; hins vegar liggur ekki í þvf nein viðurkenning af blaðsins hálfu á því, að hann fari í öllu með rétt mál. En það sést síðar. Ritstj. UmdagiMogvegiiiL Sbemtiferð. Eins og sjá mátti á auglýsingu í blaðinu í gær, hafa prentarar í hyggju að fara skemtiferð upp I Hval- fjörð (að Hrafneyri) næstkomandi sunnudag með Suðurlandinu; er þar fagurt landslag og víðsýni mikið, og þar sem prentarar hatá orð á sér fyrir að vera gleð- skaparmenn og hafa þar að auki ráðið Lúðrasveit Reykjavíkur til fararinnar, er óhætt að íullyrða, að bæjarbúum gefist þarna kost- urá hailnæmri og ágætri skemtun, Frá lendingarstað er 45 mínútná gangur upp í Vatnaskóg. Leiðréttingar. í greininni um Morten Hánsen í gær hafði mis- prentast skólastjórnartími hans, 35 í stað 33 ár. Enn fremur hafði fallið niður eftir orðunum >. . . Jðns Þórarinssonar fræðslu- málastjórac 1912 gat hann út >landkortabók«, \ - Síríus kom frá Noregi í gær- morgun, fer á sunnudaginn. Haraldur Sigurðsson heldur hljómleika í kvöld í Nýja Bíó kl. 7 y2. Er hann á förum af Kaupið að eins gerilsneydda nýmjólk frá Mjólkurfélagi Reykjavíkur; húu flytur ekki með sér taugaveiki né aðrar hættu- legar sóttkveikjur, send heim án aukakostnaðar. Sími 1387. Kaffibrauð, margar tegundir, ný- komnar og verða seldar meb mjög lágu verði í verzlun Elíasar S* Lyngdal, Njálsgötu 23. Sími 664. ^’Steinolía á 30 aura pr. líter í verzlun Elíasar S. Lyngdal. Sími 664. Stangasápau með blámanum fæst mjög ódýr í . Haupfélaginu. Iandi brott og því'síðustu for- vör að ojóta listar hans að þessu sinni. Skemtitðr Jafnaðarmannafé- lagsins verðijr á sunnudaginn. Verður þá gáman í Vífilsstaða- hlíð. Þess vegna ætti enginn að sitja sig úr tæri með þátttöku. Samsbotin til bágstadda heim- ilisins: S. O. kr. 5,00, N. N. kr. 5,00, Kona kr. 5,00, N. N. kr. 1,00, N. N. kr. 5,00, J. G. kr. 5,00, Maður kr. 5,00. Sjómannafélaglð heldur fund í Iðnó í kvöld kl. 8. Mun stjórnin skýra þar frá, hvernig kaup- samningarnir hata gengið. Von- andi fjölmenná sjómenn á fund- inn, því að það er skylda hvers félagsmanns að fylgjast vel með f jafn-mikilsverðu máli sem þessu. 0. B. J. Söbjær, danskur1 blaðamaður, heldur fyrirlestur f Hafnarfirði í kvöld kl. 8*/*. Ritstjórl og ábyrgðarmaður: Halibjörn Halldórsson. þrwt'HállgWnjB Benodiktisonar. BergÁnða«tri@t! 19,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.