Heilbrigðismál - 01.12.1949, Page 2
á verksmið'juframleiðslunnij þar sem ný efni eru framleidd, og líkams-
starfseminni. í verksmiðjunni þarf að sjóða með sýrum, síðan eim-
hreinsa með einni suðunni eftir aðra, stundum við mörg hundruð stiga
hita, leysa upp í vinanda og ýmsum efnum og eima á ný áður en
efnið er fengið. Og á meðan á þessu gengur ætlar hávaðinn og skröltið
að æra mann. Það yrði eitthvað skrítið ef jaínmikið gengi á innan
í okkur fyrir hvert efni sem þar er framleitt. í stað þess fer öll þessi
inargbrotna framleiðsla í líkama okkar fram hávaðalaust við lágan
hita, án þess að nokkurntíma þurfi að' sjóða nokkuð. Hvernig má
þetta ske?
Allar efnabreytingar líkamans fara fram fyrir áhrif sérstakra,
voldugra efna, sem verka við lágan hita. Þessi efni eru kölluð enzym
eða ferment. Á íslenzku hafa þau verið kölluð kveikjur, en það er
naumast heppilegt nafn, af því að það gefur í skyn bruna. En enzymið,
sem líta má á sem einskonar „lifandi efni“, verkar þannig að það
ræðst á hverja efniseind og breytir henni á sína vísu. Ef við látum
t. d. ger út í sykurblöndu við lágan hita, ræðst enzym gersins á hverja
sykureind og breytir henni í eind af vínanda. Enzymið eyðist ekki
við þetta, því að það ræðst á hverja eindina (molekyle) af annarri, unz
allur sykur er orðinn að vínanda.
Enzymin geta furðu margt, sem önnur efni geta ekki. Tökum t. d.
harðsoðið egg. Við getum ekki leyst það upp með sýrum eða suðu
eða neinum vanalegum efnum. En ef við tökum magasafa úr lieil-
brigðum manni og setjum eggið út í hann við 37° hita, þá líður ekki
á löngu unz eggið er fullkomlega uppleyst. Emzymið í magasafanum
hefur ráðizt á hverja eind eggjahvítunnar og klofið hana niður í ein-
faldari eggjahvítusambönd, sem eru uppleysanleg í vatni. Þannig hef-
ur þá enzymið breytt egginu í einfaldari sambönd, sem líkaminn get-
ur notað sér, líkt og kona rekur upp röndótta peysu og fær úr henni
rautt, svart og hvítt band, sem hún getur notað til að prjóna úr sokka
eða vettlinga.
Enzym stjórna meltingu, öndun, vöðvastarfsemi og í raun og
veru hverskonar starfsemi allra lifandi vera. Segja má með sanni, að
lífið sé skipuleg starfsemi mörg hundruð enzyma og að sjúkdómar
sé truflun á starfsemi þeirra. Nú þekkja menn yfir 40 enzym, sem
tekizt hefur að vinna efnafræðilega hrein, sem krystalla. ÖIl eru þau
eggjahvítuefni (protein).
Ef við gætum vitað og skilið hvernig enzym líkamans hjálpa
írumunum til að tengja saman eggjahvítuefni úr einfaldari eggjahvítu-
pörtum, þá mundum við vita meira um skilyrðin fyrir eðlilegum vexti
líkamsvefjanna — og þá jafnframt sennilega fræðast um skilyrðin
fyrir óeðlilegum vexti, eins og æxlisvexti. Mai-gir halda að lausn
krabbameinsgátunnar sé fólgin í auknum skilningi á þessum hlutum.
2