Heilbrigðismál - 01.12.1949, Side 3

Heilbrigðismál - 01.12.1949, Side 3
Jesse Greenstein, sem vinnur við krabbameinsstöð Bandaríkjanna í Washington, D. C., hefur sýnt fram á, hve mikill munur er á dreif- ingu enzyma í ýmsum heilbrigðum vefjum. Lifrin er auðug að sum- um og fátæk að öðtum, en hjarta og heili geta verið forðabúr fyrir vissar tegundir enzyma. Svo má segja, að hver vefstegund hafi sína sérkennilegu enzymdreifingu. En þegar krabbamein kemur í vefinn breytist enzyminnihald hans, yfirleitt á þá leið að nálgast almenna dreifingu. Vefurinn missir enzym-„svip“ sinn, og fær í staðinn enzym- innihald æxlisins, sem er svipað fyrir öll æxli. Og um leið og hann missir sérhæfileika sína, t. d. slímhúð magans til að mynda meltingar- safa, er hann kominn niður á lægra þróunarstig, og það þýðir jafnan meiri vöxt í vefnum. Mikið er gert af tilraunum meðal efnafræðinga og lækna til að finna efni, sem geta haft hemil á starfsemi enzymanna. Við vitum að mörg slík efni eru til. Og ekki er ósennilegt að takast megi að finna efni, sem getur eyðilagt vaxtarenzym æxlanna eða hindrað starfsemi þeirra. Ef það tækist væri miklum áfanga náð í viðureigninni við krabbameinið. Rannsóknastöð á íslandi fyrir næma sjúkdóma? Hér var nýlega á ferð maður frá Rockefellerstofnuninni amerísku til að athuga möguleika fyrir því, að hér yrði komið upp fullkominni rannsóknastöð til að hafa á hendi rannsóknir á farsóttum og næmum sjúkdómum. Ef úr þessu verður eru líkur til þess að Rockefellerstofn- unin láti reisa húsið eða húsin, búi það öllum fullkomnustu tækjum, sem slíkar rannsóknir útheimta, kosti framhaldsnám íslenzkra lækna til að verða færir um að taka slíka rannsóknastarfsemi að' sér og ef til vill myndi Rockefellerstofnunin taka sinn þátt í rekstrinum í byrjun, en yfirleitt hefur hún ekki gefið slíkar stofnanir nema gegn því skilyrði að stjórn viðkomandi íands lofi að standa undir rekstri þeirra. Ýmsa kann að undra að erlendum mönnum skuli koma til hugar að koma slíkri stofnun upp hér. En til þess liggja ýmsar ástæður. Dreifbýli landsins gefur góða möguleika til að athuga gang farsótta. Almenningur í landinu er betur menntaðúr en í flestum löndum, bændafólkið athugult og greinagott, laust við hjátrú og hindurvitni. Hjá slíku fólki má oft fá mikilvægar upplýsingar, þegar næmir sjúk- dómar eru á ferð. Læknirinn, sem hér var á ferð til að athuga þessa möguleika, er meðal fremstu vísindamanna Bandaríkjanna í rannsóknum á sumum næmum sjúkdómum, einkum mænusótt. Honum leizt vel á lækna okkar, en hann kynntist mörgum. Svo virðist sem rannsóknir á mænu- 3

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.