Heilbrigðismál - 01.01.1952, Blaðsíða 1
6/0.5'
FRETTABREF
U M HEILBRIGÐISMÁL
f *
JANÚAR
FEBRÚAR
1952
V______J
VerSur unnt að forðast vanskapanir?
Vart mun nokkur ógæfa verða foreldrum þyngri raun en sú að eign-
ast vanskapað barn. Það er ömurlegt að sj;í fávita eyðileggja lieimilis-
lífið, átakanlegt að sjá barn fæðast blint eða heyrnarlaust, svo að það
verður þá jafnframt mállaust og næsta raunalegt að sjá barn fæðast með
hjartað svo vanskapað, að þegar það fer að ganga, blánar það af áreynsl-
unni við að hlaupa yfir stofugólfið. Þetta eru þær vanskapanir, sem al-
gengastar eru, en auðvitað eru missmíðin miklu fleiri, þótt ekki sé þau
öll jafn alvarleg. í nýrum eru þau t. d. tiltölulega algeng, svo að læknir-
inn þarf ávallt að reikna með Jieim möguleika, að annað nýrað vanti
eða sé ónýtt, því að um það bil einn af hverjum 200 hefir verulega van-
sköpun á öðru eða báðunr nýrum.
Til skamms tíma liafa menn ekki vitað nein ráð til þess að koma í
veg fyrir vanskapanir né lieldur til jiess að bæta úr Jaeint. En á síðustu
árum hefir dálítil skíma borizt inn í þennan dimma kafla læknisfræð-
innar.
Fyrir 10 árum tók ástralski læknirinn Gregg eftir því, að konur, sem
fæddu blind börn, höfðu fengið rauða hunda snemma á meðgöngutím-
anum. Síðan hefir kornið í Ijós, að hjartað getur vanskapazt og eyrað
eyðilagzt með sama móti, svo að barnið verður heyrnarlaust og mál-
laust. Eins og kunnugt er þá eru rauðir hundar talinn svo meinlaus
sjúkdómur, að ekki sé ástæða til að taka hann neitt alvarlega. En ef
þessi meinlausa sótt getur valdið svo alvarlegum vansköpunum, hvers
mætti þá ekki vænta um þá, sem meiri eru og ganga nær sjúklingnum?
Rauðir hundar stafa af virus, sem getur smogið æðar fylgjunnar og
Jiannig borizt til fóstursins. Margar aðrar sóttir stafa af virus, sem vitan-
legt er að geta borizt sömu leið, svo sem hettusótt, mislingar og hlaupa-
bóla. Verið gæti að virus, sem veldur alvarlegri sjúkdómi, geri út af við
fóstrið, svo að konunni leysist höfn, og að hún losni þannig við að eign-
ast vanskapað barn, en að meinlítið virus, eins og það sem veldur rauð-
um liundum, valdi vægri sýkingu í fóstrinu, sem það getur lifað af, en
skilji eftir sig missmíði. --------------
LANDSSOKAS.AFtl
JV» > 9 b 6 i 7