Heilbrigðismál - 01.01.1952, Blaðsíða 3

Heilbrigðismál - 01.01.1952, Blaðsíða 3
FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL 3 brotna, mismunandi mikið eftir því hve miklu hefir verið dælt. Sér- staklega vildi brotna sköfnungsbeinið neðantil, oftast í egginu, en einnig eftir að unginn var skriðinn út úr egginu, svo að sýnilegt var að þessi tilhneiging hélzt lengi á eftir. Insulin flýtir fyrir brennslu kolvetna, en B-vítamín eru nauðsynleg til að kolvetnin geti klofnað og brunnið. Truflun á þessum efnaskipt- um getur því eðlilega valdið truflun á þroska fóstursins. Þó að riboflavin sé nauðsynlegt fyrir eðlilegan þroska fóstursins; þá er ekki þar með sagt að allar ófrískar konur þurfi þess vegna að þamba mysu eða sýru. Ef konan drekkur hálfan til heilan lítra af mjólk á dag fær hún riboflavinþörf sinni fullnægt og auk þess mörgum öðrum þörf- um, því að hún þarf ýms eggjahvítuefni og steinefni auk vítamínanna. Fiskur og kjöt er góð næring fyrir þungaðar konur og góð regla er fyrir þær að borða lifur, hjörtu eða nýru að minnsta kosti einu sinni á viku. Auk þess á hún að taka lýsi í skammdeginu á hverjum degi og einnig á sumrin ef hún fer ekki út. Vel nærð kona á hraustari og fallegri börn, betur gerð að flestu leyti en þau verða ef næring konunnar er lítil eða ófullkomin. Það verður því aldrei of rækilega brýnt fyrir verðandi mæðrum hve mikils vert er að þær nærist vel meðan þær ganga með börnin. Það sannast hér sem endranær, að lengi býr að fyrstu gerð. í þessu sambandi má minnast á það, að ekki er langt síðan farið var að gera skurðaðgerðir á börnum sem fæðast með hjartagalla. Vanskap- anir á lijarta eru engan veginn sjaldgæfar og jafnaðarlega mjög alvar- legs eðlis, svo að barnið getur lítt notið sín vegna þeirra, þolir litla áreynslu og deyr löngu fyrir aldur fram, oftast án þess að hafa getað stundað nokkra atvinnu. Nú eru gerðar skurðaðgerðir á mörgum þessara barna með mjög góð- um árangri, svo að þau þola miklu belur alla áreynslu og geta lifað eðlilegu lífi. Þessar aðgerðir má telja með mestu framförum, sem orðið hafa í læknisfræðinni í seinni tíð. Heilsudeild Sameinuðu þjóðanna liefir sent lækna, sem sérstaka þjálfun hafa í þessum aðgerðum, til ýmsra landa til þess að lækna slík börn og kenna jafnframt læknunum í viðkomandi landi að gera þessar aðgerðir. Þannig liafa þúsundir barna verið skorin upp og fengið nýja heilsu og betri eftir aðgerðina. Þessa má líka minnast, þegar talað er um að Sameinuðu þjóðirnar geri ekkert gagn. Sannleikurinn er sá að á vegum þeirra er unnið mikið og nytsamt starf á sviði heilbrigðismálanna, t. d. í sambandi við berklaveiki og ýnrsa hitabeltissjúkdóma. Aðgerðir við hjartagöllum eru engan veginn hættulausar og aldrei verður það hjarta, sem þannig er lagfært, eins gott og nýtt. Til þess að

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.