Heilbrigðismál - 01.01.1952, Blaðsíða 7

Heilbrigðismál - 01.01.1952, Blaðsíða 7
FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL 7 sjúklingsins. Þessi meðferð var reynd við 49 krabbameinssjúklinga. Níu þeirra dóu skömmu seinna og hjá þremur þeirra rotnaði kirtillinn út. Af þeim 37 sem fengu notið áhrifa kirtilsins losnuðu 33 við verkina fram á dauðadag eða voru lausir við þá þegar greinargerðin var samin. Þessir sjúklingar höiðu krabbamein í maga, ristli, endaþarmi, lungum osf. Hver kirtilgræðing entist í 2—3 mánuði og að þeim tíma liðnum þurfti að endurnýja hana, annars stórhrakaði sjúklingnum. Höfundur- inn segir að sjúklingarnir Iiafi ekki aðeins losnað við kvalir sínar, held- ur hafi sjúklingunum fundizt þeim vera að batna. Þeir fengu aukna matarlyst og þyngdust, og í sumum tilfellum virtist líf þeirra lengjast. Geislalækningatækin voru afhent Landsspítalanum fimmtudaginn 14. lebrúar s. 1. Þau hafa ýmsa kosti fram yfir eldri tæki, t. d. hvernig hægt er að beita sterkum geislum á yfirborði líkamans, svo að áhrifin verða mjög mögnuð á til- tölulega litlú svæði, en geislarnir dreifast mikið áður en þeir fara dýpra. Kemur þetta sér vel við smáæxli í húð, t. d. byrjandi krabbamein í andliti. Hinsvegar er hægt að láta geislana ná djúpt, svo að þeir geta komizt að meinsemdum hvar sem er í líkamanum. Fyrir hönd Krabbameinsfélags Reykjavíkur afhenti próf. Niels Dungal tækin, en forsætisráðherra, Steingrímur Steinjiórsson, þakkaði fyrir hönd ríkisstjórnarinnar með mjög vinsamlegri ræðu. Georg Lúð- vígsson þakkaði fyrir hönd Landsspítalans og dr. med. Gísli F. Petersen fyrir hönd röntgendeildarinnar. Krabbameinsfélag íslands var stofnað s.l. sumar, þannig að jrað er samband þeirra krabbameinsl'é- laga sem fyrir eru. Þau eru enn sem komið er aðeins þrjú; í Reykjavík, Vestmannaeyjum og Hafnarfirði. í stjórn þess eru Niels Dungal, for- maður, Alfreð Gíslason, ritari, Gísli Sigurbjörnsson, gjaldkeri, frú Sig- ríður Magnússon, Magnús Jochumsson, settur póstmeistari í Reykjavík, Hallgrímur Benediktsson, stórkaupmaður Gunnar Möller, lögfræðing- ur, Guðjón Gunnarsson, Hafnarfirði og Bjarni Snæbjörnsson, læknir, Hafnarfirði. Krabbameinsfélag íslands hefir nú tekið við Fréttabréfinu og er

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.