Heilbrigðismál - 01.01.1953, Side 1

Heilbrigðismál - 01.01.1953, Side 1
Hei" FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL /----------N fAN.—FEBR. 1953 V_______J Inílúenza Mörgum bregður illa við, er þeir frétta að von sé á inflúenzufaraldri. Eldra fólkinu dettur ósjálfrátt í hug inflúenzan sem gekk eins og drep- sótt 1918, þegar götur Reykjavíkur voru mannlausar um hábjartan dag- inn, af því að allir lágu veikir og hvergi var mann að sjá nema í apó- tekinu, sem þá var aðeins eitt og ávallt fullt. Sú inflúenza var svokölluð pandemisk inflúenza, sem gengið hefur yfir heiminn á margra áratuga fresti og jafnan reynst mannskæð. í faraldrinum 1918 er áætlað að 15 milljónir manna hafi farizt er inflúenzan gekk yfir jörðina. Næsti alheimsfaraldur á undan þeim, sem gekk yfir 1918, var 1889— 1890 og virðist hafa verið álíka skæður og sóttin sem gekk 1918—19. Þessir alheimsfaraldrar ferðast með sama hraða og fólkið. Árið 1889 var farsóttin kölluð rússneska veikin, því að hún barst frá Rússlandi vestur á bóginn til Evrópu og var komin til Englands fyrir jól 1889. Fyrir ára- mótin komst hún bæði til Bandaríkjanna og Canada og hún var komin alla leið til Suður-Afríku í janúar 1890 og til Ástralíu í marzlok. Auð- sætt er að samgöngurnar við ísland hafa verið lélegar á þeim tímum, því að hingað barst hún ekki fyrr en í júlí—ágúst 1890, svo að ísland varð, ásamt Falklandseyjum, síðast allra landa til þess að taka á móti pestinni. Þegar inflúenzan gekk 1918 fór hún miklu hraðara yfir heiminn. Á nokkrum vikum lagði hún stórar þjóðir undir sig, og á nokkrum mán- uðum allar þjóðir jatðar. Talið er að helmingur allra íbúa jarðarinnar hafi veikzt af þeim faraldri og eru þó vægustu tilfellin ekki talin með. Sums staðar, eins og t. d. í Reykjavík, mun upp undir 90% íbúanna hafa veikzt. Á mörgum heimilum lágu allir, svo að heimilin voru bjarg- arlaus. Vafalaust kemur þessi tegund inflúenzu aftur, en enginn veit hvenær hennar er von. Mislangt hefur verið á milli faraldra, því að eftir því sem bezt verður séð liafa sams konar faraldrar farið yfir heiminn allt frá 6. öld. Inflúenzu-nafnið er fyrst notað í faraldri sem gekk 1580. Síð- ustu alheimsfaraldrarnir hafa gengið yfir heiminn með líku móti, og virðist gangur sóttarinnar hafa verið svipaður 1782, 1848 og 1890 j ...tUtÍgSÓKASArw j.A'í '93215 -,'c T *V

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.