Heilbrigðismál - 01.01.1953, Qupperneq 2
2
FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGBISMÁL
eins og 1918. Sjaldan virðast liafa liðið yfir 60 ár á milli faraldra, en oft
skemur, stundum innan við 30 ár. Með þeim samgöngum, sem nú
tengja saman allar þjóðir heims, ætti að mega búast við að frekar liði
skemur en lengur á milli farsótta en áður.
Sennilega er alheimsinflúenzan allt annar sjúkdómur en sá sem vana-
lega gengur undir nafninu inflúenza. Þegar faraldurinn síðasti gekk yf-
ir í lok fyrri heimsstyrjaldarinnar voru menn tiltölulega skammt á veg
komnir í virusrannsóknum, a. m. k. samanborið við það sem síðar Iief-
ur orðið. Þá reyndu allir að rækta inflúenzu-bakteríu Pfeiffers frá
sjúklingunum, en niðurstaðan varð sú að hún fannst yfirleitt alls ekki,
svo að menn sannfærðust um að hún væri ekki orsökin. Það er fyrst eftir
1930 að menn læra að rækta inflúenzuvirus og upp úr því síðar að prófa
mótefni í blóði dýra og manna fyrir þeim. Þá sýndi sig að fleiri en ein
tegund af virus getur valdið inflúenzu og má venjulega rekja livern
faraldur til sérstakrar virustegundar. Aðaltegundirnar eru kallaðar A
B og C. Sú tegund sem undanfarið hefur gengið í Evrópu, er sérstök
tegund af A, en B-tegund gekk í Bandaríkjunum í fyrravetur. Bóluefni
hefur verið framleitt gegn hverri virustegund fyrir sig og virðist það
geta komiðað gagni, en ónæmið stendur írekar stutt og er ekki fyllilega
öruggt.
I London liefur verið sett upp alheimsmiðstöð fyrir inflúenzurann-
sóknir og er þar fylgzt með því hvers konar virusstofn það er sem veld-
ur inflúenzu hvar sem Iiennar verður vart í heiminum. Rannsókna-
stofnanir út um allan heim standa í sambandi við dr. Andretves, sem
stjórnar inflúenzu-rannsóknunum í London, en hann varð fyrstur til
að finna inflúenzuvirus, ásanrt Smith og Laidlaw 1933, og fylgist Rann-
sóknastöðin á Keldum með inflúenzufaröldrum hér á landi, þar sem
hún hefur góðan útbúnað til virusrannsókna.
Með því að rannsaka virusstofnana hvar sem veikinnar verður vart,
er ætlunin að láta engan faraldur koma sér á óvart og geta verið við því
búinn að framleiða bóluefni gegn hverri farsótt ef þörf gerist. Þetta er
gert víðs vegar um heim eins og er og virðist bólusetningin a. m. k.
sums staðar hafa komið að greinilegu gagni.
Væntanlega tekst að fá úr því skorið hvers konar virus eða sótt-
kveikja það er sem veldur alheimsinflúenzunni, næst þegar hún fer af
stað. Meðan ekki er vitað að alheimsinflúenzan sé af sama toga spunnin
og inflúenza sú, sem vitað er af hverju stafar, er næsta óheppilegt að
sama nafnið skuli vera notað um hvorutveggja sjúkdóminn. Því að í
hvert skipti sem inflúenzufaraldur gerir vart við sig í nágrannalöndun-
um og gera verður ráð fyrir að veikin breiðist út, verður mönnum
hugsað til drepsóttarinnar 1918 og margir óttast að sams konar veiki sé