Heilbrigðismál - 01.01.1955, Side 7

Heilbrigðismál - 01.01.1955, Side 7
FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL 7 skellur í hárinu, sú stærsta rúmlega lófastór, svo að þetta var mjög áberandi, þar sem pilturinn var svarthærður. Hann sagði mér, að hann hefði orðið svona á einni nóttu, er hann lá í inflúenzu. Síðan hefi ég ekki getað neitað þeim möguleika, að menn geti orðið skyndilega grá- eða hvíthærðir. Sagan segir, að Damiens, sem gerði tih-aun til að drepa Lúðvík 15. Frakkakonung, hafi skyndilega orðið hvíthærður, meðan verið var að pynda hann. Eins er sagt að María Antoinette hafi á fáeinum dögum orðið hvíthærð, rétt áður en hún var tekin af lífi. Nýlega hefir próf. F. Hoff, við háskólasjúkrahúsið í Frankfurt, skýrt frá samskonar tilfelli. Jarphærður námumaður veiktist af sjúkdómi, sem virtist vera inflúenza, og varð hvíthærður á einni nóttu. Um leið og litarefnin hurfu úr hárinu, bliknuðu þau einnig í hörundi hans, svo að húðin varð Iivít. Próf. Hoff gerir ráð fyrir því, að það sem kallað var inflúenza hafi í raun og veru verið heilabólga, einkum í og í kringum hypothalamus, sem er svæðið neðan á heilanum miðjum, í kring um heiladingulinn (hypophysis). Hinsvegar getur hann enga fullnægjandi skýringu gefið á því, hvernig litarefnið hefir horfið. Hann lieldur að litarefnið hljóti að hafa eyðilagzt með einhverju móti og breytzt í litlaust efni. Við vitum, að ýmis dýr, einkum af eðlutegundum, geta breytt Iit og gerist það fyrir áhrif tauga á litarfrumur húðarinnar, þannig að dýrið getur sjálft ráðið, viljandi eða óviljandi, hvemig það skiptir litum. Vafalaust geta viss efni losnað, e. t. v. fyrir taugaáhrif, sem eyðileggja litarefni hörunds og hára fyrir fullt og allt hjá manninum. Ekki er samt unnt að segja hverskonar efni þetta eru né hvernig þau verka. En að hár og hörund geti skyndilega misst litinn, einnig hjá mönnum, virðist óvéfengjanlegt. Gjafir til Krabbameinsfélags íslands. Nýlega hefir Krabbameinsfélagi íslands borizt hver gjöfin annarri rausnarlegri. Frá stúkunni Þórsteini, I.O.O.F. nr. 5 í tilefni af 20 ára afmæli hennar, kr. 12.000,00. Þessi gjöf var gefin til þess að stuðla að því, að upp verði komið miðstöð til þess að leita að krabbameini i fólki. Þórður Hjaltason, stöðvarstjóri í Bolungarvík, og systkini hans, Sigríður, Kristfn, Sigurbergur, Karítas og Hildur gáfu kr. 5.000,00 til minningar um foreldra sfna, Hjalta Einarsson frá Hvftanesi og Sigurborgu Þórðardóttur. Hallbert Guðmundsson, Veiðileysu í Árneshreppi, gaf ásamt börnum sfnum og barnabörnum kr. 3.800,00 til minningar um föður sinn, Guðbrand Guðbrandsson, hreppstjóra f Veiðileysu.

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.