Heilbrigðismál - 01.01.1961, Blaðsíða 3

Heilbrigðismál - 01.01.1961, Blaðsíða 3
rúmlega 100 þús. kr. eða helmingi minni en í happdrættinu 1954. 14. maí 1957 opnaði Krabbameinsfélag Reykjavíkur „Leitarstöð" (fyrir krabba- mein) í Heilsuverndarstöðinni í Reykjavík, þar sem fólki er gefinn kostur á nákvæmri læknisskoðun í heilsuverndarskyni en þó aðallega miðuð við leit að krabbameini. Árið eftir tók Krabbameinsfélag íslands við rekstri stöðvarinnar, þar sem Krabbameins- félag Reykjavíkur treysti sér ekki til að reka stöðina vegna mikils kostnaðar, og hefur Krabbameinsfélag íslands rekið stöðina síð- an og hefur verið mikil aðsókn að henni til þessa dags. Á árinu 1958 fékkst jákvætt svar frá fjár- málaráðuneytinu og póst-og símamálastjóra fyrir 1 kr. gjaldi af hverju heillaóskaskeyti, sem sent er innanlands, sem rennur til Krabbameinsfélags íslands, en undirbún- ingur að þessu hafði staðið í eitt ár. Á árinu 1959—60 nam þessi upphæð rúml. 180 Jrús. kr. og hefur komið fóturn undir félagið fjár- hagslega. Á Alþingi 1960 var samþykkt Jringálykt- unartilíaga þess eðlis, að þing og stjóm stuðli eftir megni að því, að efla varnir gegn krabbameini og styðji baráttuna gegn þeim sjúkdómi með öllu mögulegu móti. Ef ekki verður látið sitja við orðin tóm, er þetta ómetanleg lyftistöng fyrir félagið. Á uppstigningardag 1960 gekkst Krabba- meinsfélag Reykjavíkur fyrir merkjasölu, og hefur nú fengið leyfi frá viðkomandi ráðuneyti, að liafa uppstigningardag fram- vegis sem fastan merkjasöludag krabba- meinsfélaganna ár hvert, og sáu allar deild- irnar um merkjasöluna, hver á sínum stað, og gekk hún vonum fremur. Á fundi Nordisk Cancerunion (Samband krabbameinsfélaga á Norðurlöndum) í Stokkhólmi 1959 var samj^ykkt styrkveit- ing til krabbameinsrannsókna, sem sam- bandið veitti einu sinni á ári einhverjum efnilegum vísindamanni. Á sama þingi í frkttabréf um hfjlbrigðismál Kaupmannahöfn í sept. s.l. var þessi styrk- ur veittur í fyrsta sinni, og lilaut hann danskur vísindamaður, yfirlæknir Sigvard Kaae, en öll Norðurlöndin hljóta þennan styrk, sitt árið hvert. Upphæðin er 2 Jnís. sænskar krónur frá hverju landi. Krabbameinsfélag íslands og Reykjavík- ur liafa látið búa til bíóauglýsingar, sem sýndar eru í bíóum í Reykjavík, Hafnar- firði og Akureyri, í þeim tilgangi að hefja áróður gegn vindlingareykingum. Frá því árið 1956 hefur Kr.f. ísl., í sam- ráði við Bandaríkin, Japan og fleiri lönd, haft víðtækar rannsóknir á lifnaðarháttum fólks um mataræði og manneldi fjölda fólks í þeim tilgangi að komast fyrir orsakir krabbameins, einkum í maga, og munu þessar rannsóknir taka langan tíma, áður en hægt verður að birta niðurstöðutölur, sem hægt er að byggja á. Aðrar krabbameinsrannsóknir, sem fé- lagið hefur stuðlað að, er skrásetning, sem próf. Dungal hefur látið gera eftir dánar- vottorðum um alla, sem dáið liafa úr maga- krabbameini á landinu, og um leið staðsett tilfellin og síðan fært inn á kort. Þessu verki er ekki að fullu lokið. Gjafir: Árið 1956 gaf Lions-klúbburinn í Rvík félaginu um 15 Jrús. kr. Árið 1957 barst félaginu erfðafé eftir Karitas Finsen 10 þús. kr., 5 Jrús. kr. frá Valdimar Jónssyni, 5 þús.kr. gjöf frá Rauða- sandshreppi, 1 þús. kr. gjöf frá Elínu Hall- dórsdóttur og 1 Jrús. kr. gjöf frá Olafíu F.in- arsdóttur ásamt mörgum minni. Árið 1958 erfði félagið nær 60 Jrús. kr., rúmlega 58 þús. kr. arfur eftir Guðríði Þór- arinsdóttur og rúml. 10 þús.kr. eftir Sopliíu Bertelsen, auk verðbréfa. Þá liafa kvenfélög úti á landi oft sent félaginu góðar gjafir, Jrótt minni upphæðir séu. 3

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.