Heilbrigðismál - 01.07.1961, Síða 3

Heilbrigðismál - 01.07.1961, Síða 3
Sjö hættumerki krabbameins I. Óeðlileg eða óvenjuleg blæðing og útíerð. II. Ber eða þykkildi í brjósti eða annars staðar. III. Sár, sem ekki vill gróa. IV' Áberandi breytingar á hægðum eða þvagrennsli. V. Langvarandi hæsi eða hósti. VI. Lystarleysi og kyngingarörðugleikar. VII. Skyndilegar breytingar á vörtu eða fæðingarbletti. Með því að leita læknis strax og vart verður breytinga, sem heimfæra má undir hina sjö ofanskráðu liði, vinnst fyrst og ixemst tvennt: 1. I mjög mörgum tilfellum fæzt staðfesting á því, að ekkert alvarlegt. sé á ferðinni. 2. í nokkrum tilfellum kann aðgerða að vera þörf, og verður þá ekki ann- að sagt en að ráð hafi verið í tíma tekið, og því að vænta hins bezta ár- angurs af meðferð, eftir atvikum. Krabbavekjandí nikkelsambönd í tóbaksreyk Árið 1958 birti Doll líftölurannsókn á dánarorsökum verkamanna í brezku greifa- dæmunum Glamorganshire og Wales, og fann beint samband milli dánarorsaka og atvinnu fólksins. Þarna var gerð sú mikilvæga uppgötvun, að á árunum 1938—56 hefðu 35 af hundraði allra nikkelverkamanna dáið úr krabba í lungum eða nefi. Á sama tímabili, í sömu héruðum, dóu að eins 1,5 af hundraði allra kolanámumanna úr lungna eða nefkrabba. Þegar tilraunir voru gerðar á dýrum með FEÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL innöndun nikkelryks kom fram óregla í frumuvexti lungnanna. Ef „nickelcarbonyl“ (Ni(CO)4) var notað við innöndunartilraunirnar í stað nikkel- ryks, þá myndaðist krabbamein í lungun- um, og er það sérstaklega athyglisverður ár- angur, þar sem krabbamein á sjaldan upp- tök sín í lungum þessara dýra (rotta). Þá lá fyrir að rannsaka, livort í tóbaki kynni að finnast nikkel, sem umbreyttist í „nickelcarbonyl" við brunann, og væri inn- andað með reyknum. Samsvarandi rann- sóknir voru einnig gerðar af F. W. Sunder- mann. 3

x

Heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.