Heilbrigðismál - 01.11.1961, Blaðsíða 3

Heilbrigðismál - 01.11.1961, Blaðsíða 3
um. í einni gerðinni er notaður mjór wol- framþráður, sem er hitaður upp með raf- straum í lofttómri glerpípu, unz hann verð- ur hvítglóandi og sýður á honum, ef svo mætti segja, og þyrlast þá af honum raf- eindirnar, eins og þegar vatn sýður og vatns- eindirnar þyrlast upp sem vatnsgufa. Rafeindir þessar, sem þyrlast upp af wolframþræðinum eru hlaðnar neikvæðu rafmagni, hafa neikvæða hleðslu (katóðu- geislar). Þær eru síðan settar undir áhrif jákvæðrar rafspennu og þyrlast þær þá með vaxandi hraða í átt til jákvæða pólsins, anóðunnar, og skella á sjálfri pólarplötunni eða öðrum þar til gerðum útbúnaði. Þar breytist hreyfiorkan að mestu í hita og verður Jrví að kæla tækið með rennandi vatni, en um 1% af orkunni breytist í hina mikilvægu röntgengeisla, sem síðan er hleypt út úr röntgenhylkinu á tilteknum stað, en alls staðar annars staðar er hylkið klætt í þétta blýkápu. Geislar, sem fram- leiddir eru á Jiennan hátt verða mjög mis- sterkir, og því erfitt að fá fram nákvæma geislun. Til þess að ráða bót á því tíðkast að sía geislana með því að láta þá ganga í gegnum koparplötu, sem að vísu veikir þá töluvert, í heild sinni, en með því móti er þó liægt að útiloka alla veikari geisla alveg, sem aðeins hafa skaðvænleg áhrif á húðina, en engin áhrif dýpra í vefjunum. Þrátt fyrir allt Jnetta er þó aldrei hægt að kornast hjá því að húðin verði fyrir mestri geisluninni, og um leið dragi mjög úr djúp- áhrifum geislanna, og þessvegna verða þess- ir geislar ónothæfir til J^ess að lækna krabba- mein, sem liggja mjög djúpt í vefjunum. Þegar röntgenfótónur verka á lifandi vef gefa fótónurnar rafeindunum nokkuð af orku sinni og Jjjóta nefeindirnar síðan á- fram og jóna sameindir vefjanna, sem þær komast í snertingu við. Það sem eftir verður af röntgenorkunni. röntgenfótónunum, lendir síðan út úr aðal- geislabrautinni, og kemur af stað jónandi FEÉri'AISRKF UM HEILBRIGÐISMÁL áhrifum utan hennar. Þessi aukadreifing er til óþurftar og því nauðsynlegt að losna við hana. Við þetta bætist svo ófullnægjandi djúpverkun eins og áður er á drepið og loks bætast svo við þau vandkvæði, að brjósk og bein þola geislunina fremur illa. Á árunum 1940—1950 voru gerðar til- raunir með að nota miklu sterkari hleðslu- orku en tíðkast við venjulega röntgengeisl- un, og var það til nokkurra bóta. Nýlegar geislalækningaaðferðir ráða þó yfir margvíslegri tækni, sem geta komið til hjálpar þar sem sértsakra djúpverkana er krafist án þess að eiga á hættu að skaða liúðina um of, og verður Jjá fyrst fyrir okk- ur kóbaltgeislun. Kóbaltgeislun Eftir 1950 var byrjað að nota geislavirkt kóbalt, sem framleitt var með því að geisla kóbalt (cobolt = Co—59) í kjarnaofni. Þannig myndast geislavirkt kóbalt (Co— 60), sem gefur frá sér geysilega kraftmikla orkuskammta eða fótónur (1,25 milj. raf- eindavolt),1 sem smjúga betur og dýpra í vefinn en aðrir röntgengeislar. Þessir geislar eru kallaðir gammageislar. Gagnstætt hinum eiginlegu röntgengeisl- um, senr hafa mjög breytilega geislaorku, er hér aðeins um að ræða tvo mjög svipaða styrkleika og því ekki hætta á mikilli dreif- ingu og óþarft að sía geislana. Þess má einnig geta, að heilbrigður bein- og brjóskvefur þolir miklu betur gamma- geislana heldur en venjulega röntgengeisla. Djúpáhrifin verða einnig miklu meiri, eða um það bil helmingi meiri í 10 srn Jrykku vefjalagi. Loks er svo geisladreifingin miklu minni, eins og áður er drepið á, sumpart I) MRV er skammstöfun fyrir inilljón rafeindavolt, en það er mælieining fyrir rafeindaorku, og samsvarar nákvæmlega þeirri spennu, sem notuð er við fram- leiðslu rafeindanna. 3

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.