Heilbrigðismál - 01.01.1962, Qupperneq 4
BOLUSOTT
Svo segir í Fitjaannál, anno 1635:
„Þá var góður vetur í víðustum stöðum
til veðráttu og fiskur nógur syðra það ár.
En sökum heyleysis var hræðilegur pen-
ingafellir syðra, eystra og vestra, svo eng-
inn vissi stórunr meiri. Úr Borgarfirði og
austur að Rangá, var samantaiið að dáið
liefðu 12 hundrað kúa, undir Eyjafjöllum
færleikar 153. í Skálholti var mælt, að eftir
lifað hefði 7 færleikar; einnig hrun af naut-
um vestra.
Þá skeði formyrkvan mikil og hræðileg á
heilu tungli, bæði svört og rauð, 21.
Februarii. Item formyrkvan sólarinnar 2.
dag Agusti.
Þann vetur sást vígahnöttur frá norðri til
suðurs.
Það sumar kom út bólan með miklu
mannfalli, sú þrettánda hér. Dó margt fólk
fyrir innan 19 ára, og sumir eldri, sem ekki
höfðu fengið fyrr bóluna . . .
Það sumar sást ormur eða ókinrl í Hvítá,
optlega, millum Oddgeirshóla og Arnar-
bælis.
í Juniómánuði um vorið, fyrir Jóns-
messu, missti sólin 3 kveld alla sína birtu
og varð rauð sem blóð.
Mikill þjófnaður í Ölvesi. ITöfðu þjófar
sinn aðdrátt á Nesjum í Grafningi. Þeir
stálu 4 gömlum nautum, 22 sauðum, 5
fjórðungum smjörs.
Einn af þeim hengdur, annar hýddur og
markaður, fleiri hýddir.
Bóndinn í Nesjum var ogsvo hýddur og
markaður fyrir samhylling og hýsing.
Á þessu ári deyði einn gamall maður, að
nafni Thomas Parr, sem var 152 ára ganr-
all. Þegar hann var 102 ára gamall, átti
hann barn laungetið ,en þá hann var 120
ára giptist hann í annað sinn. Hann var
fæddur 1483 í því greifadæmi Salopia (á
Bretlandseyjum).
Ainio 1636. Þann vetur var mikið mann-
fall af bólusótt, sérdeilis við sjóinn. Á Hval-
nesi voru jarðaðar 90 manneskjur, en á Út-
skálum 180.
Þá urðu 3 skiptapar í Vestmannaeyjum;
einn tólfæringur og 2 teinæringar; drukkn-
uðu 45 menn.
Þann 18. mai kom upp eldur í Heklu,
fjórtándi, gerði mikinn skaða jrar um kring
og var uppi allt sumarið og þó lengur. Stóðu
13 eldar úr fjallinu svo talið varð; heyrð-
ust dunur þaðan, einninn kom dimma og
rnistur austur um sveitir með öskufalli svo
tók fyrir jörð, dó peningur og varð nytja-
laus.“
Þessi tíðindi frá fyrri hluta 17. aldarinn-
ar segja sína sögu. Þannig var ástandið á ís-
landi fyrir 326 árum. Það er margt sem
skeður á þessu rúma ári, sem rakið er.
Harðindi og fjárfellir, fjöldi manna ferst í
sjó og vötnum. Eldgos dynur yfir með ösku-
falli um allt land og hagleysi um mitt sum-
ar. Ránsflokkar vaða uppi, joótt r'efsing sé
hörð, — uppfesting, húðstrýking, brenni-
merking. Teikn og undur sjást á himni.
Og svo kemur bólan í landið, stórabóla,
bólan mikla. Þetta er sögð 13. bólukoman í
landið, og talað er um 14. Heklu-gosið ]rá
svo sögur fari af. Bólusóttin er bara ein af
mörgum plágum sem herja á landsfólkið.
Næst áður hafði bólan gengið yfir fyrir 20
árum, en oftast leið lengri tími á milli.
Talið er, að bólan hafi fyrst komið í
landið árið 1206.
Mannskæðustu bólufaráldrar munu hafa
gengið 1430 og 1707—-1709, en um fyrri far-
aldurinn segir svo í Setbergsannál: „1430.
Bóla konr á ísland, kölluð mikla bóla. Varð
mikið mannfall um allt land, svo víða
eyddust bæir. Þá hafði ekki hér á landi
gengið bóla síðan 1378 . .. Skrifað er, að í
þessari sótt hafi burt dáið 8000 manns hér
á landi.“.
4
FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL