Heilbrigðismál - 01.01.1962, Side 5

Heilbrigðismál - 01.01.1962, Side 5
Arin 1707—1709 er talið að fnllur þriðj- ungur landsmanna, eða 18000 hafi látizt úr bólu. Menn hafa sögur af hólusótt í Austur- löndum löngu fyrir Krists burð, en ekki fara sögur af henni hér í álfu fyrr en á 6. öld e. Kr., en þá er hennar getið í Frakk- landi. Aðrir halda því hinsvegar fram, að bólan hafi fyrst komið með Serkjum til Spánar á 8. öld. Arabiski læknirinn Rhazes lýsir bólusótt skihnerkilega í riti sínu, sem út kom snemma á 10. öld. Það má hiklaust telja bólusóttina eina mannskæðustu drepsótt, sem mannkynið hefur Iirjáð fyrr og síðar. Hún komst þó ekki til Ameríku fyrr en með Columbusi, en þá var hún líka búin að leggja undir sig gjörvalla jarðarkringluna. Og Indíánum varð bólan strax í uppliafi ógurlega mann- skæð, eins og títt er um sóttir, sem fyrst koma í áður ónumin lönd, jafnvel þótt væg- ari séu en stóra-bóla. I staðinn flutti Col- umbus síðan sárasóttina frá Ameríku til Evrópu. Meðul liafa aldrei verið til við bólusótt og eru ekki til enn, en mikið veltur á góðri hjúkrun. Bólusetning hefur lengi verið þekkt, allt frá ómunatíð í Austurlöndum. Þessi elzta bólusetningaraðferð var fólgin í því að taka gröft úr bólu bólusóttarsjúklings og bólu- setja með honum heilbrigða menn. Þetta var að vísu ekki alveg hættulaus aðgerð, því að margir liinna bólusettu urðu mjög veik- ii og einstaka dóu, 3—4 af þúsundi. Þess vegna varð þessi bólusetningaraðferð aldrei verulega almenn. Englendingar höfðu spurn af aðferð þessari í byrjun 18. aldar. Sir Hans Sloane lýsti aðferð þeirri, sem Tyrkir notuðu, og hrezka sendiherrafrúin í Miklagarði skrif- aði 1 öng bréf til vina sinna í F.nglandi um dásemdir bólusetningarinnar og tókst henni fréttabrkf um hf.ilbrigðismál að vekja áhuga heima fyrir, en sjálf lét hún gríska konu bólusetja son sinn, með því að stinga bóluefninu inn í æð, eins og tíðk- aðist þar í landi og gekk það vel. Kínverska aðferðin var í því fólgin að anda að sér bóluefninu. Þrátt fyrir þessar bólusetningaraðferðir hélt bólusóttin áfram að geysa um heiminn. Segja mátti að bólan væri landlæg í Evrópu á 18. og 19. öld, og dóu um 20—30% þeirra, sem tóku veikina, en margir lifðu við ör- kuml eftir, og af bóluörum í stúlkurnar andliti. voru afskræmdar Framh. Skýrsla um farsóttir í nóv. og des. 1961 Reykjavík Allt landið Nóv. Des. Nóv. lles. Kverkabólga 046 397 1233 1084 Kvefsótt 998 749 2232 2199 Barnsfararsótt . . . 1 2 Gigtsótt 2 3 3 Iðrakvef 323 164 821 456 Inflúenza 39 69 101 134 Heilasótt 4 4 2 Hvotsótt 7 10 14 18 Hettusótt 34 49 132 159 Kveflungnabólga 83 50 135 114 Taksótt 2 10 7 Rauðir hundar 4 5 6 5 Munnangur .... 17 35 46 58 Hlaupabóla .... 7 5 14 48 Ristill 3 3 8 15 Kossaegit 17 11 Erysipeloid 1 Miðeyrabólga ... 1 2 7 Heimakoma .... 1 1 2 Roseola infantum 6 6 Brimlasótt 1 1 Lifrarbólga .... 1 LEIÐRÍTTI-NG 1 síðasta tölublaði, 5. tölublaði 9. ;irg., hefur slæðzt inn villa á bls. 5 í vinstri tlálk. 1 stað 300 krn á að standa 300 m. 5

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.