Heilbrigðismál - 01.01.1962, Qupperneq 7

Heilbrigðismál - 01.01.1962, Qupperneq 7
varðanna, liefði nokkur áhrit til að draga úr hættunni á kransæðastíflu. Þá var loks þriðja atriðið, en jrað var byggingarlag, arfgengir eiginleikar. Það þótti sýnt á þeim mannfræðilegu athugun- um, sem gerðar voru, að jrað veldust aðrar manngerðir í vagnstjórastarfið heldur en varðastarfið, þyngri menn og kyrrsetumenn. Vagnstjórastarfið er heldur meira ábyrgðar- starf, en þó var kaupmunur ekki meiri en 5 sh. á viku. Eitirmáli Kransæðastífla er nú að verða ein al- gengasta dánarorsök í hópi karlmanna, og fara þessvegna fram víðtækar rannsóknir á öllum atriðum, sem hugsanlega snerta sjúk- dóminn og gætu leitt til betri skilnings á honum. Það er margt sem getur komið til greina. Mataræðið hefur sína þýðingu; það hafa meðal annars dýratilraunir sýnt, en það er aðeins eitt atriði af mörgum. Starfið hefur líka mikla þýðingu, og virðast á- byrgðamikil kyrrsetustþrf gefa versta raun. Þá er og enginn vafi á, að ættgengt bygg- ingarlag og aðrir meðfæddir eiginleikar kunna að hafa mikla þýðingu; ef til vill er var að leita frumorsakanna, sem ]tó jrví að- eins leiða til sjúkdómsbreytinga í kransæð- um, að upp séu teknir mjög ónáttúrulegir lifnaðarhættir, svo sem alltof miklar kyrr- setur þegar á unga aldri t. d. aldrei farið neitt út nema í bifreið og alltof mikils neytt af þungum og feitum mat. Það liefur nýlega verið sannað bæði með dýratilraunum og með tilraunum á mönn- um, að ómettaðar fitutegundir geta dregið úr hættunni af kransæðastíflu, en eins og kunnugt er koma jtessar sérstöku fitusýrur helzt fyrir í jurtafeiti og fiskolíum, svo sem lýsi, og hefur verið talið, að tvær matskeið- ar af lýsi á dag gætu haldið æðakölkuninni frá garði. Um leið er sjálfsagt að draga nokkuð úr neyzlu annarra fitutegunda. Loks má ekki gleyma tóbakinu. jró hefur í þgssum brezku rannsóknum á strætis- fréttabréf um hf.ilbriguismál vagnastarfsmönnum alveg láðst að geta um tóbaksneyzlu, en tóbaksreykingar eiga vafa- laust sinn þátt í kransæðastíflu nútímans. AÖálheimildir: Nutritional Rcvictvs, Nov. 1961. Lungnakrabbi fer vaxandi í tveim borgum meS hreint andrúmsloft Þótt jrað sé raunar sannað svo ekki verði um villzt, að vindlingareykingar valdi krabbameini í Ittngum, þá eru alltaf ein- hverjir, sem í lengstu lög lierja höfðinu við steininn og vilja kenna einhverju öðru um vaxandi lungnakrabba. Eitt af því, sem Jressir menn liafa einkum liaft á oddinum, er ryk og reykmettað andrúmsloft stórborg- anna, ýmist frá bifreiðum eða upphitun liúsa. Tvær ertt Jdó þær borgir, j>ar sem vaxandi lugnakrabbi verður ekki kenndur mjög ó- hreinu andrúmslofti, ett jtað eru Feneyjar á Ítalíu og Reykjavík á íslandi. Rannsókn- ir voru gerðar vegna sérstöðu jressara borga, hitaveitu-borgarinnar Reykjavíkur, og Fen- eyja jaar sem lítið er kynnt, eða ekkert til upphitunar húsa, og ekkert einasta vélknú- ið farartæki sézt á götum, ekki einu sinni neitt farartæki á hjólurn, og flestum bátum róið á sýkjunum. í Feneyjum er reykt meira en í nokkurri annarri borg á Ítalíu, enda er lungnakrabbi algengari jrar á meðal karlmanna heldur en annarsstaðar á Italíu, og raunar algengastur allra krabbategunda, sem dánarorsök. í Reykjavík og annarsstaðar á íslandi hafa haldizt í hendur vaxandi lungnakrabbi og aukin sala á vindlingum þrátt fyrir and- rúmsloft, sem er „hreinna en í nokkurri anarri höfuðborg í Evrópu", segir prófessor Dungal. Iieimild: Sciencc News Letter, 81:11 janúar, 1962. Lesendum Fréttabréfs er bent á að lesa sér- prentaðan miða, sem fylgir þessu blaði, og senda svar sem fyrst, ef um svar er að ræða. 7

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.