Heilbrigðismál - 01.01.1963, Qupperneq 3
Ur heílbrigðísskýrslum
Heilbrigðisskýrslurnar fjalla um allt sem
snertir lieilsufar þjóðarinnar bæði beint og
olieint. Þær eru að mestu byggðar á skýrsl-
»m Iiéraðslækna, sem sendar eru til land-
læknis úr hverju læknishéraði. Hér er um
að ræða heilbrigðisskýrslur ársins 1958, en
þær komu út seint á sl. ári. Það má þvf
segja að skýrslur þessar séu nokkuð síðbún-
ar. Á skýrslum þessum byggist allt mat á
lieilbrigðisástandinu á landinu og við það
eiga síðan að miðast framkvæmdir í þarfir
heilbrigðismálanna.
Skal því nú leitast við að gefa í sem styztu
'Háli yfirlit yfir jrað helzta sem heilbrigðis-
skýrslurnar fjalla um, Jrví að heilbrigðis-
skýrslurnar innihalda ýmsan fróðleik um
daglegt líf manna hér og þar út um lands-
óyggðina, sem Iivergi annars staðar er að
finna.
Arferði og almenn afkoma
Árferði var talið óhagstætt fyrra Iielming
;*rsins, en Iiagstætt seinni helminginn. Verð-
hækkanir og kauphækkanir urðu miklar
seinni part ársins. Yfirleitt var afkoma
*Þanna talin góð, nema í einstaka héraði,
b d. segir úr Reykhólaliéraði að afkoma
■nanna sé lakari en undanfarin ár, og um
Iflönduós segir svo: „Afkoma var góð, en þó
vart sem næstu ár á undan sökum mikillar
'ærðhækkunar á ýmsum rekstrarvörum
sveitabúskapsins."
fólksfjöldi. Barnakoma. Manndauði
Fólksfjöldi á öllu landinu reyndist
170.156 í árslokin og liafði fjölgað um3325
'nanns á árinu. Hjónavígslur voru 1331 og
hjónaskilnaðir 143 og er það með mesta
rRl.TTAURFF UM HEILBRIGÐISMÁL
móti. Lifandi fæddust 4625 börn, en mann-
dauði alls á landinu varð 1165 manns, eða
6.9%0 þ. e. af þúsundi, og er það mjög lág
dánartala miðað við önnur lönd, og reynd-
ar sú lægsta hér á landi, og hefur aðeins
eitt ár verið með svo lága dánartölu.
Langflestir deyja úr hjartasjúkdómum
(1.8%0 dáinna), krabbameini (1.25%0 dá-
inna) og heilablóðfalli (0.99%o).
Það kemur í ljós, að dánartölur af völd-
um hjartasjúkdóma höfðu farið vaxandi sl.
fimm ár og fara enn vaxandi, en tvær síðast-
nefndu dánartölurnar höfðu staðið í stað
undanfarið.
Um fólksfjöldann í einstökum læknis-
héruðum er það að segja að yfirleitt fjölgar
í kaupstöðunum, en fækkar í sveitunum.
Þó er talað um fólksfjölgun í einu sveita-
héraði, þ. e. í Búðardalshéraði.
Á 1. ári dóu 87 börn, eða 18.8%0 lifandi
fæddra.
Sóttarfar og sjúkdómar
Flestir héraðslæknar telja almennt heilsu-
far með betra móti á árinu, og sumir með
bezta móti. Þó var joetta mislingaár.
Annars er litið um farsóttir að segja;
iðrakvef var með meira móti, en kikhósta-
skráning í lágmarki (1). Mcenusótt kom
ekki á skrá.
Kynsjúkdómar eru enn viðloðandi í land-
inu og voru skráð 144 tilfelli af lekanda á
árinu og 18 tilfelli af sárasótt (syphilis),
sem færist heldur í vöxt nú hin síðari ár.
Berklasjúklingum fer enn Iieldur fækk-
andi, en sex dóu jió á árinu úr berklum.
Holdsveikissjúklingar voru skráðir fimm
á árinu, allir á spítala.
3