Heilbrigðismál - 01.01.1963, Blaðsíða 4

Heilbrigðismál - 01.01.1963, Blaðsíða 4
Með sullaveiki eru nú skráðir þrír, allt háaldrað fólk. Geitur eru ekki skráðar á þessu ári, en liafa þó verið viðloðandi fram á síðasta ár. Kláðatilfellum fer mjög fækkandi. Með drykkjuæði (delirium tremens) eru skráðir fimm manns. Ýmsir sjúkdómar Auk þeirra sjúkdóma, sem hér á undan er getið og beinlínis er ætlast til að skrásett- ir séu í skýrslum lækna, þá geta liéraðs- læknar og ýmissa annarra kvilla, sem mikið hefur borið á eða vakið hafa athygli af ein- hverjum ástæðum. Þannig segir frá tauga- °g geðsjúkdómum: „Raufarhafnarhérað. Neurosis algengur kvilli hér sem annars staðar, e. t. v. þó algengari, t. d. hafa margir héðan leitað sér andalækninga, hjá anda- lækni nokkrum á E.-stöðum. Hann hefur um eða yfir 20 framliðna kollega í þjónustu sinni, bæði látna héraðslækna og sérfræð- inga, og næst stundum svo gott samband, að sjúklingarnir þekkja handtök ákveðinna lækna, sem stunduðu þá áður fyrr. Það er verst hve langt er að fara inn að E.-stöðum fyrir þá, sem þurfa að fara oft. Þó bætir það nokkuð úr, að stundum halda læknarnir áfram að vitja sjúklinganna hér austur á Raufarhöfn þegar sjúklingurinn er búinn að fara nokkrar ferðir á E.-staði. Einu sinni hef ég komið hér í vitjun til sjúklings, er andalæknir var þar fyrir; var hann að sprauta sjúklinginn þegar ég kom, og beið ég að sjálfsögðu með mína lækningu þangað til hann var búinn með sína.“ IJr öðru héraði segir svo: „Bersýnilegt þykir mér, að hið andlega heilsufar sé lak- ara hér í héraðinu en hið líkamlega." Skólaskoðanir Á árinu var tekið upp nýtt fyrirkomulag við skólaskoðanir til samræmingar fyrir allt landið. Algengustu kvillar skólabarna voru tann- sjúkdómar, og reyndust 72.2% barnanna, sem skoðuð voru (12437) hafa tannskemmd- ir. Er þó talið, að varla komi ölI kurl til grafar. Um 9% ne nerida eru taldir hala sjón- galla, en 0.8% heyrnardeyfu. Við offitu eru skráðir 1.27—1.50% í og utan Reykjavíkur en megurð hefur fundist í 0.24% barna í Reykjavík, en tæpt 1% í öðrum kaupstöðum. Kemur hér fram hið furðanlegasta ósam- rærni, o„ væri vert að athuga það nánar, með tilliti til matgjafa í skólum, einkum hér í Reykjavík (það mál hefur áður verið rætt hér í blaðinu. Ath. ritstjóra). Ekki er alveg búið að útrýma lúsinni enn, og fannst lús eða nyt í 80 börnum í 19 héruðum. Barnsfarir Áður er getið fjölda barnsfæðinga. Það er nú orðið mjög fátítt, að konur deyi af barnsförum, og barnsfarasótt hefur aðeins verið greind einu sinni á sl. 5 árum. í þessum kafla er einnig getið fóstureyð- inga, og voru þær alls 51, sem fóru fram lögum samkvæmt. Þar af voru 12 fóstur- eyðingar meðfram af félagslegum ástæðum, sem eru hinar margvíslegustu, svo sem fá- tækt, léleg húsakynni, örorka eiginmanns eða drykkjuskapur. Slysfarir Slysadauði var með mesta móti (78) en minna um sjálfsmorð en oft áður (9). Umferðarbanaslys voru fjögur í Reykja- vík, en önnur banaslys 17. Þessum 17 bana- slysum má skipta í flokka eftir orsökum: 10 farast af völdum ofdrykkju, allt fólk á bezta aldri. 5 farast af slysförum í heimahúsum, aldr- að fólk. 2 farast á vinnustað (um þessar slysfarir FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL 4

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.