Heilbrigðismál - 01.01.1963, Síða 5
mætti ýmislegt segja í sambandi við varnir,
slysavarnir, en um það verður rætt síðar á
öðrum stað. Athugasemdir ritstjórans).
Ýmis heilbrigöismál
Undir þessum lið er m. a. rætt um ný lög
og reglugerðir, heilbrigðisstarfsmenn,
sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir, sjúkra-
samlög, heilsuverndarstöðvar, barnaheimili
og leikskóla, uppeldisheimili, fávitaliæli,
elliheimili, vinnuhæli, lyfjabúðir, matvæla-
eftirlit og fleira og fleira.
Til læknisskipunar og heilbrigðismála
var eytt á árinu kr. 60.612.954.62.
Lœknar, sem læknigaleyfi hafa á íslandi,
voru taldir 261, þar af 220 með fast aðsetur
hér á landi. Eru þá samkvæmt því 773 íbú-
ar um hvern þann lækni.
Á sjúkrahúsaskrá voru tekin tvö sjúkra-
hús, sjúkraskýlið í Bolungarvík með 12
rúmum og sjúkrahúsið á Selfossi með 11
rúmum. Rúmafjöldi állra sjúkrahúsanna
var þá 1741 á 41 sjúkrahúsi, eða 10.2 rúm á
hverja 1000 íbúa hér á landi.
í Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund í
Reykjavík dvöldu í árslokin 247 konur og
89 karlar, als 336 vistmenn.
í vinnuheimili Sambands islenzkra-
berkslasjúklinga á Reykjalundi voru 84
vistmenn, sem unnu í 110.641 stund, aðal-
lega við plastiðju og járnsmíði.
Húsakynni og þrifnaður
Reykjavík. Aukning íbúðarhúsnæðis í
Reykjavík var 865 íbúðir, samtals 299.489
m3, en af öðrum byggingum var byggt
174.167 m3.
Mikil fjöldi herskála var rifinn á árinu.
Bygging sorpeyðingarstöðvarinnar var að
mestu lokið á árinu, og hætt að aka sorpi á
Eyðisgrandann. Eftir er að leysa það vanda-
mál, sem skapast af iðnaðarsorpi, aðallega
timburúrgangi og pappír. Fenginn var
amé,rískur sérfræðjingur fyrir milljgöngu
fréttabréf ijm heilbrigðismál
Sveinn Pdlsson ndttúrufueðingur og lœknir l austur-
hluta sunnlendingafjórðungs frd 1799.
(Eftir mynd Sæmundar Hólm)
iðnaðarmálastofnunar Islands, til að gera
tillögur um hagnýtingu þessa úrgangs. Nið-
urstöður rannsókna hans liggja fyrir, og má
draga þá ályktun af þeim, að allmiklir
möguleikar séu til að hagnýta úrgang
þennan til framleiðslu á þilplötum."
Frá Höfðahéraði segir þetta: „Hreinlæti
má teljast sæmilegt og fer stöðugt batnandi
með bættum húsakosti.“
Annars staðar er fullt af vandamálum
óleystum, eins og fram kemur í umsögn úr
öðru héraði: „Ekki hefur enn tekizt að
uppræta lús í nemendum barna- og ungl-
ingaskólans hér. Var nú kona send á heim-
ilin, þar sem nyt eða lús hafði fundizt í
börnum og borinn spiritus pentisidi í allt
heimilisfólkið. Hafin var bygging íbúðar-
liúsa, með alls 8 íbúðum. Ráðinn var
hundahreinsunarmaður, og allir hundar í
byggðarlaginu hreinsaðir að lokinni haust-
slátrun."