Heilbrigðismál - 01.01.1963, Page 10

Heilbrigðismál - 01.01.1963, Page 10
eftir Pál Sigurðsson Cyngri) I Grein pessi, var uppliaflega rituð 1961 og birtist í heilbrigðisskýrslum drsins 1958. Þar sem rit petta er i fárra höndum, en greinin vissulega á ermdi til almennings, taldi ég feng að fá hana í „Fréttabréfið“ og hefur höfundurinn góðfúslega leyft mér að birta hana. í greininni er fyrst rakin saga almanna- trygginga hér á landi, siðan gerð grein fyrir slysatryggingunum sérstaklega og loks rak- inn bótakafli trygginganna. í pessu blaði verða tveir fyrstu kaflarnir birtir, en sá sið- asti i nœsta blaði. Sú hugsun að tryggja þjóðfélagsþegnana almennt gegn heilsutjóni, er þeir verða fyr- ir á æviskeiði sínu, er ekki gömul, og hún virðist vera skilgetið afkvæmi þeirra jafn- réttisliugsjóna, er 19. öldin ól. Slysatrygging er einn þáttur þessara al- mennu trygginga nútímans, en þó er það svo, að sennilega á þessi þáttur trygginga- starfsins sér lengsta söguna, því að sú skoð- un er ævaforn, að sá, sem verður fyrir var- anlegu heilsutjóni — af annars völdum — eigi rétt á bótum. Þannig eru til lagafyrir- mæli síðan á dögum Knúts ríka (1016— 1035), sem kveða á um bætur vegna aflim- unar fingra og útlima, og er talið, að þessi lög sén ekki frumsmíð, heldur tekin upp eftir eldri lögum enskum og frönskum síð- an um 600. Hér verður ekki gerð tilraun til að rekja heimssögulega þróun slysatryggingarmála, lieldur aðeins reynt að rekja í stuttu máli þróun slysatryggingamálsins á íslandi og þá stuðzt við lagafyrirmæli. Páll Sigurðsson trygginga- •yfirlæknir. Segja má, að slysatryggingar séu sú grein almannatrygginga, sem fyrst náði nokkurri þróun hérlendis, og er sennilegt, að orsakar- innar sé að leita í Jreirri staðreynd, að slys- farir, einkum þó sjóslys, hafa alltaf verið hér tíð, og þó einkum áður, er sjór var sótt- ur á opnum bátum og skútum. Það er Jrví skiljanlegt, að fyrstu lög um slysatryggingu hér tóku eingöngu til sjóslysa. Þessi fyrstu lög voru sett 10. nóvember 1903 og nefnast lög um lífsábyrgð fyrir sjómenn. Samkvæmt þessum lögum voru tryggingarskyldir alir íslenzkir sjómenn á þilskipum, er stunduðu veiðar liér við land. Tryggingin var kostuð af sjómönnum að 2/3, en af útgerðarmönn- um að i/3. Einu bæturnar, sem greiddar voru samkvæmt þessum l'yrstu lögum, voru dánarbætur. Þetta var að sjálfsögðu ófullkomin trygg- ing, enda leið ekki á iöngu, að breytingar til lullkomnunar yrðu gerðar. Með lögum 30. jálí 1909, um vátrygging- arsjóð sjómanna, er tryggingunni breytt FRÉTTABRÍIF UM HEILBRIGÐISMÁI. 10

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.