Heilbrigðismál - 01.01.1963, Qupperneq 12

Heilbrigðismál - 01.01.1963, Qupperneq 12
ingalaganna fór fram 1955—1956, og 1956 voru sett ný lög um almannatryggingar, nr. 24 29. marz. Þessi lög eru nú í gildi með breytingum, sem gerðar voru 31. marz 1960, 17. des. 1960, 7. apríl 1962 og 17. des. 1962. Samkvæmt lögunum frá 29. marz 1956 teljast til almannatrygginga: 1) lífeyris- trygging, 2) slysatrygging, 3) sjúkratrygg- ing. Tryggingastofnun ríkisins annast um lífeyris- og slysatrygginguna, en hefur yfir- umsjón með sjúkratryggingu, sem sjúkra- samlögin annast. III. karfi laganna fjallar um slysatrygginguna sérstaklega, auk þeirra ákvæða, er fram eru tekin í sameiginlegum ákvæðum laganna. Hér verða nú rakin þau ákvæði laganna, er fjalla um slysatrygging- una, með þeim skýringum er þurfa þykir. II Það telst slys samkvæmt lögunum, ef maður slasast við vinnu, svo að hann deyr eða verður óvinnufær. Maður telst vera í vinnu, ef hann er í sendiferðum í þágu at- vinnurekstrar eða í nauðsynlegum ferðum til vinnu og frá. Um ferðir sjómanna gilda sérreglur, og er kveðið svo á, að þeir teljist vera í vinnu, ef þeir eru í ferðum í þarlir útgerðar eða sjálfra sín, sem leiða beint af starfi þeirra sem sjómanna. Þessi ákvæði hafa verið framkvæmd innan víðra tak- marka, svo að nær allar ferðir sjómanna í landi, einkum í erlendum höfnum, hafa komið undir þessi ákvæði og slys í þeim ferðum verið bætt, nema sannazt hafi, að orsök slyssins hafi verið vítavert hirðuleysi eða rekja mætti orsakir þess til áfengis- neyzlu. í þeim tilfellum, sem svo hefur reynzt, hafa bætur þó ekki fallið niður, heldur verið litið svo á, að slysið væri bóta- skylt með þeim takmörkunum, að ekki þyrfti að greiða bætur til viðkomandi sjálfs, heldur aðeins til annarra, sem bótarétt eiga vegna slyssins. Atvinnusjúkdómar teljast til slysa, og er sérstaklega kveðið á um fingur- og handarmein, er menn fá við sjómennsku, fiskvinnu, slátrun og aðra þvílíka vinnu, sem hættuleg er að þessu leyti, enda komi einkenni meinsins fram innan hæfilegs tíma„ frá því er vinna var stunduð, svo að orsakasambandið sé ótvírætt. Lögin kveða svo á, að ákveða skuli um aðra atvinnusjúkdóma með sérstakri reglu- gerð, eins og gert var 1939, en þá var gefin út reglugerð samkvæmt lögum lrá 1937, og fjallaði einn kafli hennar um atvinnusjúk- dóma. Meðan ekki verður sett ný reglugerð samkvæmt gildandi lögum, hefur verið tal- ið, að fyrrnefnd reglugerð hefði gildi. í þessari reglugerð frá 1939 er aðeins tal- að um 3 atvinnusjúkdóma, og skal sjúkdóm- urinn vera bótaskyldur samkvæmt sömu reglum og um slys væri að ræða. Þeir 3 sjúk- dómar, er reglugerðin ræðir um, eru blý- eitrun, lungnasjúkdómar, er fram koma vegna innöndunar á steinryki, og miltis- brandssýking, sem fram kemur við skepnu- hirðingu, slátrun eða meðferð sláturafurða. Um alla aðra hugsanlega sjúkdóma, sem fram geta komið af vinnu með eða við skað- leg efni, er kveðið svo á, að tryggingaráði sé heimilt að bæta sjúkdóminn að nokkru eða öllu leyti, enda liggi fyrir rökstutt álit tryggingayfirlæknisins á því, að sjúkdóm- urin stafi ag vinnu með skaðleg efni. Sjálfsagt má deila um gildi þessarat' reglugerðar, og sannarlega hafa allar að- stæður breytzt, síðan hún var sett. Má því virðast svo, að vinda þurfi bráðan bug að því að setja nýja og rækilega reglugerð um þetta efni, svo sem lög mæla fyrir. Glögg ákvæði eru í lögunum um tilkynn- ingarskyldu atvinnurekenda, er að höndum ber slys, sem ætla má, að sé bótaskylt. Slysa- tilkynningar ber að senda beint til Trygg- ingastofnunar ríkisins eða til umboðsmanna hennar, sem eru bæjarfógetar, sýslumenn eða lögreglustjórar. Þótt atvinnurekandi vanræki að senda slysatilkynningu, veldur það ekki missi bótaréttar, ef sá, er lyrir slys- FRÉTTABRÉF UM HEII.BRIGÐISMÁ1. 12

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.