Heilbrigðismál - 01.01.1963, Qupperneq 13

Heilbrigðismál - 01.01.1963, Qupperneq 13
inu varð, eða eftirlifandi vandamenn, þeg- ar um dánarslys er að ræða, leita réttar síns innan eins árs, frá því er slysið varð. Engin ákvæði eru í lögunum um hina læknisfræðilegu hlið slysatilkynningarinn- ar. Slysatryggingin hefur útbúið sérstök eyðublöð fyrir læknisvottorð vegna slysa, og er ætlazt til, að sá læknir, er annast slasaða, riti þau vottorð. Þessi vottorð eru þrenns konar, Læknisvottorð I, Læknisvottorð II (Dagpeningavottorð) og Örorkuvottorð. Læknisvottorð I ritar læknirinn strax og hann veit, að um tryggingarskylt slys er að ræða, og sér slasaði um, að það komist til Tryggingastofnunarinnar ásamt slysatil- kynningunni. Dagpeningavottorðin eru síð- an rituð viku- eða hálfsmánaðarlega, og er eftir þeim ákveðið um dagpeningagreiðslur og greiðslur framhaldspeninga. Örorku- vottorðin ritar læknirinn, þegar slasaði er vinnufær, en um er að ræða varanlega ör- orku. Öll læknisvottorð eru yfirfarin af tryggingayfirlækni. Tryggingastofnunin greiðir læknum fyrir slysatryggingarvott- orð, og er greiðslan send eftir á fyrir árið. Skilgreining laganna á launþega er sú, að hver sá launþegi, sem tekur að sér vinnu gegn endurgjaldi án þess að vera atvinnu- rekandi, og skiptir ekki máli í því sam- bandi, livort um er að ræða tímakaup, föst laun, hlut eða ákvæðisvinnu. Sömu reglur og um launþega gilda um nemendur við iðnað, útgerðarmenn, sem sjálfir eru skip- verjar, ökumenn á eigin ökutæfkjum og stjórnendur aflvéla og þá, sem vinna að björgun rnanna úr lífsháska. Hins vegar teljast þeir ekki launþegar eftir ákvæðum laganna, sem eingöngu taka vinnu heim til sín eða á vinnustað, sem þeir ákveða sjálfir, °g á að ákveða nánara um þessa skilgrein- mgu með reglugerð. Hjón teljast bæði at- ' innurekendur, en börn þeirra yngri en 16 ^ra, svo og foreldrar þeirra og fósturforeldr- ar» teljast ekki launþegar þeirra. Framhald i niesta blaði. Ecidliciníngar fyrir hcnur um sjálfsatljugun álirjóstum í þessum mánuði kemur út fræðslubækl- ingur á vegum Krabbameinsfélags íslands, sem nefnist „Leiðbeiningar fyrir konur um sjálfsathugun á brjóstum." Danskur læknir, Jens Foged, samdi þess- ar leiðbeiningar, en Sigurður Sigurðsson héraðslæknir á Siglufirði þýddi. Þar segir m. a.: „Reynslan hefur sýnt, að konur geta sjálfar fundið mjög smáa hnúta í brjóstum sínum. Það er æskilegt, að kon- ur í þeim aldursflokkum, þar sem krabba- mein í brjósti er algengast, læri að rann- saka brjóst sín, til þess að flýta fyrir sjúk- dómsgreiningu og læknishjálp, því að bata- horfur eru að jafnaði þeim mun betri, sem sjúkdómurinn er fyrr greindur. Mörg ár eru síðan var farið inn á þessa braut í Bandaríkjunum, og síðan 1952 hef- ur landssamband danskra krabbameinsfé- lega beitt sér fyrir því, að konur tækju upp þessa aðferð og gefið út leiðbeiningar þar að lútandi. Það hefur verið sagt með nokkru sanni, að hendur konunnar sjálfrar og spegillinn hennar gætu verið eitt þýð- ingarmesta vopnið í baráttunni gegn krabbameini í brjósti." fréttabréf um heilbrigðismál 13

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.