Heilbrigðismál - 01.06.1985, Blaðsíða 6

Heilbrigðismál - 01.06.1985, Blaðsíða 6
Aðalfundur Krabbameinsfélags íslands 1985: Aukin starfsemi í nýja húsinu Aðalfundur Krabbameinsfélags Islands var haldinn 31. maí s.l. For- maður félagsins, dr. Gunnlaugur Snædal, flutti skýrslu stjórnar, sem nú var gefin út, í fjölriti, í fyrsta sinn. Fram kom, að umsvif og starf- semi félagsins aukast stöðugt og við flutninginn í Skógarhlíð 8, húsið sem þjóðin gaf, hefur öll aðstaða ger- breyst til hins betra. Helstu starfs- þættirnir eru leit að krabbameinum, frumurannsóknir, krabbameins- skráning og útgáfu- og fræðslustarf. Nýir starfsþættir bætast við. Á árinu var komið á fót bókasafni þar sem lærðir og leikir eiga í framtíðinni möguleika á að nálgast upplýsingar og heimildir um krabbamein. Röntgendeild var einnig tekin í notkun, þar sem teknar eru röntgen- myndir af brjóstum kvenna í því skyni að finna krabbamein á byrjun- arstigi (mammography). Þá gat for- maður um framtíðarverkefni og er krabbameinsleit í neðri hluta melt- ingarvegar eitt þeirra. Annað eru lífsýnarannsóknir. Þykir ísland kjör- ið til að stunda slíkar rannsóknir. Nefnd hefur verið stofnuð til að vinna að þessu máli. Árið 1986 verð- ur „Norrænt átak“, þar sem öll krabbameinsfélögin á Norður- löndum munu safna fé til grunn- rannsókna og er forseti íslands, Vig- dís Finnbogadóttir, verndari söfn- unarinnar hérlendis. Ný lög voru samþykkt á fundinum og felast breytingarnar aðallega í því að auðvelda aðildarfélögum að tengjast heildarsamtökunum, hafa skýrari ákvæði um stjórnun og rekst- ur og síðast en ekki síst að taka fjármálin fastari tökum. Gunnlaugur Snædal var endur- kjörinn formaður, en aðrir í stjórn eru: Erlendur Einarsson, Tómas Árni Jónasson, Hjörtur Hjartarson, Vigdís Magnúsdóttir, Ólafur Örn Arnarson, Sigurður Björnsson, Almar Grímsson, Gunnar Hansson, Sigursteinn Guðmundsson, Björgvin Lúthersson, Matthías Johannessen og Auður Guðjónsdóttir. Forstjóri félagsins er dr. G. Snorri Ingimars- son og framkvæmdastjóri Halldóra Thoroddsen. Hjörtur Hjartarson var heiðraður í tilefni af sjötugsafmæli í vor, og þakkað hið mikla starf að málefnum félagsins, en hann hefur átt sæti í stjórn þess frá 1952. Krabbameinsfélaginu hafa borist margar góðar gjafir þar á meðal fé til kaupa á ferðaröntgentæki, sem félagið hyggst kaupa til að þjóna landsbyggðinni. Aðalfundur Krabbameinsfélags íslands samþykkti eftirfarandi álykt- un um tóbaksmál: Adalfundur Krabbameinsfélags ís- lands 1985 fagnar samþykkt og gild- istöku nýrra tóbaksvarnalaga og tel- ur að með þeim sé stigið mikilvœgt skref í heilbrigðismálum þjóðar- innar. Fundurinn heitir á landsmenn að sameinast um að gera lögin að virku tœki í barátt unnifyrir reyklausu um- hverfi og betra heilsufari almennings. Jafnframt vill fundurinn taka undir það sjónarmið að fyrirkomulag á innflutningi, dreifingu og verðlagn- ingu tóbaks eigi að miða að því að halda tóbaksneyslu í lágmarki. —ss. Krabbameinsleit í meltingarvegi undirbúin Nýlega voru Krabbameinsfélaginu afhentar 800 þúsund krónur frá Oddfellowstúkunni Þormóði goða, í tilefni af 25 ára afmæli hennar á s.l. vori. Júlíus Bjömsson afhendir Gunn- laugi Snædal gjöf frá Oddfellow- um. Atli Steinarsson, formaður Þormöðs goða, er einnig á mynd- inni. Krabbameinsfélagið hefur verið að undirbúa leit að forstigsbreyting- um og krabbameinum í neðri hluta meltingarvegar, en þessi tegund krabbameina gerist æ algengari hér á landi. Verður með þessu farið að sinna skipulegri krabbameinsleit hjá körlum, en íslenskar konur hafa not- ið skipulegrar leitar að legháls- krabbameini um tveggja áratuga skeið. Verkefni þessu munu tengjast vísindarannsóknir, þar sem reynt verður að varpa ljósi á aðdraganda og myndun krabbameinsvaxtar. Vegna öflugs stuðnings Odd- fellowstúkunnar Þormóðs goða verður hægt að hefja þessa þjónustu miklu fyrr en ella, jafnvel síðar á þessu ári. —si. 6 HEILBRIGÐISMÁL 2/1985

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.