Heilbrigðismál - 01.06.1985, Side 23

Heilbrigðismál - 01.06.1985, Side 23
HEILBRIGÐISMAL / Jóhannes Long sem fara að vaxa milli sjónhimnu og æðahimnu (sjá myndir). Þetta er al- varlegasta mynd sjúkdómsins sem oftast endar með myndun örvefs í miðgróf og varanlegri skerðingu á skarpri sjón. Rýrnun í miðgróf með æðaleka eða blæðingum kallast blotarýrnun, gagnstætt þurrrýrnun, sem er mun algengari. Fram á síðustu ár hefur engin meðferð komið að gagni við þessum sjúkdómi. Vítamín og æðavíkkandi lyf hafa verið reynd án árangurs. Með tilkomu leysigeislameðferðar í augnlækningum hefur tekist að halda sjúkdómnum í skefjum í viss- um tilvikum, þ.e. þegar leki og blæð- í leysitækinu á Landakotsspítala er eytt nýæðum undir sjónhimn- unni, til þess að stöðva ellirým- unina. ingar frá nýæðum eru til staðar. Þessi aðferð hefur rutt sér til rúms síðastliðin ár og hafa rannsóknir staðfest notagildi hennar. Meðferð verður þá að hefjast fljótlega eftir að einkenna sjúkdómsins verður vart. Leysigeislum er beint á nýæðar og þeim eytt. Það er margt sem gerir leysimeðferð erfiða í framkvæmd. Tækjabúnaður er dýr og viðhaldið einnig. Erfitt er að velja sjúklinga til meðferðar. Oft leita þeir of seint til augnlæknis og kemur leysimeðferð þá ekki að gagni. Gera þarf sérstaka rannsókn með æðamyndatöku á augnbotnum til að finna nýæðarnar. Rannsókn þessi krefst flókins tækja- búnaðar og rekstrarkostnaður er mikill. Leysimeðferð við rýrnun í mið- gróf sjónu hefur verið beitt á nokkrum sjúklingum á göngudeild augndeildar Landakotsspítala síðan 1983. Enn er of snemmt að meta heildarárangur meðferðar með vissu. Á árinu 1984 voru 19 sjúkl- ingar meðhöndlaðir, oft með góðum árangri, að því er virðist. Hin nýja aðferð er enn á tilrauna- stigi og kemur aðeins hluta sjúklinga með rýrnun í miðgróf að gagni. Þetta er þó stórt framfaraskref og áframhaldandi rannsóknir á þessu sviði gefa von um betri framtíð. Loks má geta Sjónstöðvarinnar, sem bráðlega verður opnuð. Þangað munu sjúklingar með skerta sjón geta leitað til þjálfunar í notkun sjónhjálpartækja. Verður þessi þjálfun m.a. fólgin í að æfa sjúklinga með ellirýrnun í miðgróf að beita hliðarsjóninni við lestur og fínni vinnu. Ingimundur Gíslason er augn- læknir á Landakotsspítala. HEILBRIGÐISMÁL 2/1985 23

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.