Heilbrigðismál - 01.06.1985, Side 34

Heilbrigðismál - 01.06.1985, Side 34
HANDHÆG BÓK UM LYF Að vexjast vínandanum Vínandi er það vímuefni sem mestu tjóni hefur vald- ið þjóðinni fyrr og síðar. Reynsla síðustu hundrað ára hefur sýnt okkur svo að ekki verður um villst að fyr- irbyggjandi aðgerðir, sem miða að því að draga úr neyslu áfengis í hvaða mynd sem er, eru áhrifamestu leiðirnar til að draga úr því tjóni sem neysla vínanda veldur einstaklingum og þjóðinni í heild. Bætt og aukin meðferð drykkju- sjúkra getur aldrei komið í stað þeirra. Að dulbúa áfengi sem fæðu eða svaladrykk eykur hættu þá, sem af því stafar. Úr grein eftir Jóhannes Bergsveinsson yfirlækni, Morgunblaðinu, febrúar 1985. Nær þúsund læknar Læknaskrá 1985 kom út í lok apríl, á vegum Land- læknisembættisins. Par eru á skrá 862 læknar sem hafa lækningaleyfi hér á landi og 133 læknakandídatar sem eiga ófengið lækningaleyfi, en voru við framhaldsnám eða bráðabirgðastörf hér eða erlendis um síðustu ára- mót. Af þessum 995 lækn- um og kandídötum eru 124 konur. Konurnar eru tæp 10% læknanna en 29% læknakandídatanna. Að sögn landlæknis er ekki vitað nákvæmlega hve margir þessara lækna eru erlendis, en sennilega eru þeir hátt á þriðja hundrað. Bókaútgáfan Vaka hefur gefið út bók sem ber heitið „íslenska lyfjabókin". Petta er aðgengileg handbók fyrir almenning um öll þau lyf, sem skráð eru á Islandi, innihald þeirra, notkun, áhrif og aukaverkanir. Þetta er í fyrsta sinn sem almenningi gefst kostur á svo ítarlegum upplýsingum um lyf, sem hér eru notuð. Meginuppistaða bókar- innar er skrá yfir öll lyf, sem hlotið hafa viðurkenn- ingu heilbrigðisyfirvalda hér á landi. Er þar miðað við 1. janúar 1985. Lyfjun- um er raðað í stafrófsröð, getið um framleiðanda þeirra, efni sem þau inni- halda, form og gerð, notk- un, algengustu skammta- stærðir, þekktar aukaverk- anir, sem þau gætu haft í för með sér, ráð varðandi geymslu lyfjanna og aðrar ábendingar og varnaðarorð eftir því sem nauðsyn kref- ur. Sérstaklega er þess getið ef lyfið hefur áhrif á konur á meðgöngutíma og hvort eitthvað ber að varast í sam- bandi við brjóstagjöf. Auk lyfjaskrárinnar og skýringanna, er í bókinni fjölbreytttur almennur fróðleikur um lyf, fram- leiðslu þeirra og mismun- andi gerðir. Pá er einnig fjallað um líkamann og starfsemi hans og einnig hvað verður um lyfin í lík- amanum, eitranir af völd- um lyfja og rétt viðbrögð í slíkum tilvikum. í bókarauka eru þættir um einstaka lyfjaflokka, skrá um flokkun lyfja eftir verkun þeirra og listi yfir framleiðendur lyfja. íslenska lyfjabókin er 336 síður í stóru broti. Höfund- ar bókarinnar eru læknarnir dr. Helgi Kristbjarnarson og dr. Magnús Jóhannsson, svo og Bessi Gíslason lyfja- fræðingur. Meíra en tuttugu böm í Heilbrigðismálum hefur birst grein sem fjallaði um fjölbyrjur (3. tbl. 1983, bls. 25). Var þá meðal annars getið um þrenn hjón sem staðfest var að hefðu eignast 20 börn. Jafnframt var óskað upplýsinga um fleiri slík dæmi. Hrafnkell Óskarsson læknir hefur sent eftirfarandi um formæður sínar. „A Bassastöðum í Strandasýslu bjuggu fram á miðja öldina föðurafi minn og amma, Áskell Pálsson (f. 1875, d. 1951) og Guð- ríður Jónsdóttir (f. 1874, d. 1947). Þau eignuðust 22 börn þar af tvisvar tvíbura. Einungis 13 þessara syst- kina náðu þó fullorðins- aldri. Langalangamma mín í móðurætt var Sigríður Guð- mundsdóttir (f. 1821, d. 1911) kennd við Skarfanes á Landi, þar sem hún bjó með eiginmanni sínum Magnúsi Jónssyni (f. 1807, d. 1889). Þau hjón eignuð- ust 21 barn á árunum 1839-1866 og áttu þó aldrei tvíbura. Alls komust 11 þessara barna á fullorð- insár." SÍBS nær nú til allra brjóstholssjúklinga Nú er verið að endurskoða skipulag og starfsemi SÍBS vegna fjölgunar þeirra sjúklingahópa sem að- ild eiga að sambandinu. Nafni þess hefur nýlega verið breytt í „Samband íslenskra berkla- og brjóst- holssjúklinga". Auk berklasjúklinga nær sambandið nú til astma- og ofnæmissjúklinga, hjartasjúklinga og lungnaþembusjúklinga. Hafin er útgáfa fréttabréfs samtakana undir heitinu „SÍBS-fréttir". í forystugrein fyrsta blaðsins er m.a. sagt að auka þurfi samkennd brjóstholssjúkl- inga og benda á augljós sameiginleg hagsmunamál. Víða austan hafs og vestan munu félög lungna- og hjartasjúklinga hafa sameinað krafta sína í einu sterku sambandi, að sögn blaðsins. -jr. 34 HEILBRIGÐISMÁL 2/1985

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.