Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 23.04.1987, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 23.04.1987, Blaðsíða 1
Við lok kosningabaráttu / síðustu alþingiskosningum skorti Alþýðuflokk- inn í Norðurlandskjördæmi eystra rösk 40 atkvæði til að fá kjördæmakjörinn þingmann. Flokkurinn fékk ekki uppbótarþingsæti þótt atkvæðin væru rösklega 1500. Uppbótarþing- maður kjördæmisins komst á þing í krafti 600 atkvæða. Eðlilega þótti mörgum þetta súrt í broti og í þessu fólgið misrétti og ranglæti. En lög eru lög og eftir þeim skal farið. Nú hefur kosningalögunum verið breytt og þau leiðrétt. Ef þau hefðu verið í gildi í kosning- unum 1983, hefði flokkurinn fengið mann kjörinn. Jafnaðarmenn á Norðurlandi eystra hafa nú meðbyr, en þeir vita af reynslunni að allt getur gerst í kosningum. Þeir hafa barist vel og málefnalega, kynnt kjósendum tillögur sínar um betra samfélag og um baráttuaðferðir gegn mis- rétti. Eftir að kosningabaráttunni lýkur eru það kjósendur, sem fara með valdið. Dómi þeirra verða allir að hlýta. Jafnaðarmenn eru ákveðnir í því að láta ekki atburðina frá 1983 endurtaka sig. Ef marka má skoðanakannanir eiga þeir möguleika á því, að uppbótarþingmaður kjördæmisins verði úr þeirra röðum. Ef sá möguleiki er innan seilingar, getur hvert atkvæði skipt máli. Það er mikil þörf á því, að fulltrúar jafnaðarstefnunnar hafi meiri áhrif á stjórn þjóðmála en verið hefur. Misréttið, sem hvarvetna blasir við, rennir stoðum undir þessa staðhæfingu. Látum því ekki nokkur at- kvæði ráða því hvort flokkurinn kemur sterkari ' eða veikari út úr þessum kosningum. Eins og flestum mun kunnugt skipar Sigbjörn Gunnarsson annað sætið á lista Alþýðuflokksins við komandi alþingis- kosningar. Flestir telja að möguleikar Sigbjörns á að ná kjöri séu nokkuð miklir. Við, sem undir þetta áskorunarskjal ritum, þekkjum til ötulla starfa Sigbjörns að íþróttamálum á Akur- eyri. Um árabil var Sigbjörn ýmist félagi okkar eða andstæð- ingur á íþróttavellinum og ávallt hefur drenglyndið setið í fyrirrúmi. Hin síðari ár hefur Sigbjörn setið í hinum ýmsu stjórnum KA og samstarfið alltaf verið með mestu ágætum. Sigbjörn tók við formennsku í íþróttaráði Akureyrar sl. vor og hafa íþróttafélögin og íþróttafólkið í bænum mætt stöðugt aukinni velvild íþróttaráðs og bæjaryfirvalda. Við viljum undirstrika mikilvægi þess að menn hliðhollir íþrótta- hreyfingunni sitji á Alþingi. Mörg og mikilvæg mál sem tengj- ast íþróttahreyfingunni koma til úrlausnar á Alþingi og við vitum að Sigbjörn Gunnarsson verður betri en enginn á þeim vettvangi. Við hvetjum fólk til að tryggja ungum Akureyringi sæti á Alþingi. 5? S-5/v— / rr t * Frá Sigtúnshópnum Frjálshyggjan Á undanförnum árum hefurfrjálshyggjan blómstrad á íslandi. Kauptöxtum launafólks hefur verid haldid nidri. Lánskjaravisitala og vextir hafa fetigid ad æda upp úr öllu valdi. Allt hefur verið sett á markað. Lika heimilin. ___________Baráttan_______________ Þúsundir húsnœðiskaupenda risu upp og andæfdu launa- og lánastefnunni med fjöldafundum, ályktunum ogbladaskrifum. Pólitísk mistök ~1 Forsætisrádherra landsins viðurkenndi ad í lánskjaramálum hefdu veriðgerd stórpólitísk mistök. Rikisstjórnin hét úrbótum. Lengt í snörunni Úrbætur ríkisstjórnarinnar fólustfyrst og fremst í því að endurlána okkur hluta af þvísem hún áður hafði tekið af okkur með óréttmætum hætti. Meirihluti alþingismanna bœttisíðan gráu ofan á svart meðþviað samþykkja láglaunakjarasamningana. Enn eykst misgengið Enn er vegið að húsnæðiskaupendum. ínýjum skattalögum eru réttindi húsnæðiskaupenda tilfrádráttar skert verulega. Við spurðum flokkana Við spurðum flokkana hvortþeir vilji nú koma tilmóts við okkur med endurgreiðslum. Framsókn virti okkur ekki svars. Sjálfstæöisflokkurinn sagdi nei. Stjórnarandstöðuflokkarnir sögðujá. Við minnum á Nú dynja á okkur auglýsingar með fagurgala. Við skulum vera yfirveguð. Við skulum dæma menn af verkumþeirra. Þeir hæla sér afþvíad hafa náð niður verðbólgu. Við skulum muna að það var gert á okkar kostnað. Sjálfir kostuðu þeir engu til. Nú talaþeir um festu. Við skulum muna hverjirfengu að kenna á festu þeirra. Árangurinn Barátta okkar hefurskilað árangri. Húsnæðismáleru nú mannréttindamál. Við risum upp gegn frjálshyggjunni. Þvímiðurnáði hún að leggja mörg heimili i rúst. En við gefumst aldrei upp. KOMUM í VEG FYRIR AÐ HEIMILIN VERÐIAFTUR VETTVANGUR DÝRKEYPTRA PÓLITÍSKRA MISTAKA. Húsnæðishreyfingin.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.