Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 16.12.1987, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 16.12.1987, Blaðsíða 5
4 - ALÞÝÐUMAÐURINN » * » ALÞÝÐUMAÐURINN - 5 Leiðari: Skattabylting í burðarliðnum Á allra næstu dögum og vikum mun Alþingi taka afstöðu til einhverra þeirra mestu breytinga sem gerðar hafa verið á innheimtu óbeinna skatta hin síðari ár. Sumir tala jafnvel um skattabyltingu í þessu sambandi, og vissulega verða það að teljast byltingarkenndar breytingar, þegar undan- þágur frá söluskatti eru nánast afnumdar, og hin ginnheil- ögu flóknu vörugjöld af ýmsu tagi, sem í gildi hafa verið, eru samræmd þannig að ýmist verður um hækkun eða lækkun vörugjalds að ræða. Breytingin virkar því flókin og torskilin fyrir allan almenning, þó svo hún sé til einföldunar gerð, og að sumu leyti virkar hún klúðursleg og mótsagna- kennd, þó svo að í rauninni sé verið að skapa nýtt og rök- réttara kerfi en það sem fyrir var. Það er þetta gamla og mótsagnakennda kerfi, sem verið er að kveðja nú, sem öll- um þessum glundroða veldur, ekki hið nýja. Það fer vitaskuld ekki hjá því að svo viðamiklar breyting- ar sem hér um ræðir mæti andstöðu hinna ýmsu og ólíku þrýstihópa. Það má vel skilja andstöðu verkalýðshreyfing- arinnar, þar sem því verður ekki á móti mælt, að fram- færslubyrði þess fólks sem hlutfallslega mestu af tekjum sínum ver til matvælakaupa, þ.e. láglaunafólks mun þyngjast. Því verður það að vera forgangsverkefni í kom- andi kjarasamningum að bæta kjör þessa fólks, og að því verða stjórnvöld að stuðla svo komist verði hjá verkföllum með tilheyrandi gengisfellingu og óðaverðbólgu í kjölfarið. Raunar væri gengisfelling óðs manns æði nú sem stendur, þar sem hún myndi strax éta upp þau lækkunaráhrif á verð- lag sem breyting tolla og vörugjalds hefur í för með sér, og ætlað er að jafna út hækkunaráhrif söluskattsbreytingarinn- ar á framfærsluvísitöluna. Sömuleiðis verða stjórnvöld að sjá til þess, að kaupmannastéttin til að mynda noti sér ekki ítök þau sem hún á í samgöngugeiranum, til þess að hífa upp vöruverðið í krafti hækkunar á flutningsgjöldum. Þá hafa menn bent á það að helstu landbúnaðarvörur muni ekki hækka í verði vegna aukinna niðurgreiðslna, á sama tíma og neyslufiskur muni hækka um tuttugu og fimm prósent, þegar rekirtn sé mikill áróður fyrir fiski sem hollustufæði. Vel má vera að hér sé um þversögn að ræða, en á það skal þó bent, að éf til vill kann að vera rétt að beina neyslu landsmanna að landbúnaðarafurðum, að minnsta kosti um stundarsakir vegna byggðarsjónarmiða meðal annars, enda benda nú allra nýjustu rannsóknir til þess að óhollusta þeirra hafi vérrð talsvert ofmetin á tímabili. Þá kann að vera, að einhver tímabundinn samdráttur í fisk- neyslu landsmanna geti stuðlað að meira jafnvægi á fisk- mörkuðum, því vafalítið éiga kaupendur neyslufisks sinn þátt í háu verði á þessum mörkuðum. Minnkandi spenna þar ætti að koma fiskvinnslunni til góða. En því má þó ekki gleyma, að þetta mál hefur enn ekki verið endanlega afgreitt frá Alþingi þannig að enn kunna að vera gerðar breytingar í anda þessarar áætlunar sem ber hið fallega nafn „Heilbrigði handa öllum fyrir 2000“, markmið sem auðvitað verður ekkert náð hvorki fyrir árið tvö þúsund né fyrir árið tuttugu þúsund, einfaldlega af því að við erum bara menn. En verði einhverjar slíkar breytingar gerðar, þá mega þær undir engum kringumstæðum verða sú hola í stífluna sem verður til þess að hún brestur. Þá væri verr farið en heima setið. AKUREYRARB/ÍR Þeir einstaklingar, félög eða fyrirtæki sem hafa áhuga á að fá inni í Laxdalshúsi, elsta húsi bæjarins, fyrir starfsemi á sínum vegum, geta sótt um að fá húsið leigt. Frestur til að skila inn umsóknum er til 31. des- ember nk. Með umsóknum fylgi upplýsingar um hvers konar starfsemi umsækjandi hafi í huga í húsinu. Nánari upplýsingar hjá menningarfulltrúa bæjarins í síma 21000. Menningarmálanefnd Akureyrarbæjar. Orðsending til Einingarfélaga Orlofsíbúðin að Ljósheimum 14a í Reykjavík, sem félagið keypti á sl. hausti, er tilbúin til notk- unar og útleigu til félagsmanna. Gert er ráð fyrir því, að íbúðin verði leigð í eina viku í senn, frá miðvikudegi til miðvikudags. Skrifstofa félagsins á Akureyri tekur á móti umsókn- um um afnot af íbúðinni og veitir jafnframt, ásamt skrifstofum í deildum allar nánari upplýsingar. Móttaka umsókna hefst miðvikudaginn 16. desember. Fyrst um sinn verður ekki tekið við umsóknum um leigu í íbúðinni lengra fram í tímann en til loka maímánaðar 1988. Verkalýðsfélagið Eining. Góðar bækurtilað LESA AFTUR OG AFT Páll Líndal REYKJAVIK Sögustaóur vió Sund rifjaðir eru upp má nefna strand Halkions við Meðallandssand, eldsvoðann í Hallveigu Fróðadóttur, björgun breska togarans Caesars við Arnarnes og björgun 11 manna af Arnfirðingi öðrum. Bók sem ekki má vanta í safnið. Alþýðlegt fræðirit um sögu og sérkenni höfuðborgarinnar Reykjavík Páls Líndals er Reykjavík okkar allra. Bókin er hafsjór fróðleiks um sögu höfuðborgarinnar og þróun. Efninu er raðað í stafrófsröð, þannig að hver gata, hvert sögufrœgt hús og hvert ómefni er uppsláttarorð. Nú er komið út annað bindið í þessari uppsláttarritröð um Reykja- vík, sem ráðgert er að verði fjögur. Ritstjóri er Einar S. Arnalds og myndaritstjóri Örlygur Hálfdanar- son. Mjög er vandað til verksins og í bindunum fjórum verða hátt á þriðja þúsund gamalla og nýrra mynda, málverka, teikninga og uppdrátta. Ritið verður í heild sinni ein ýtarlegasta og glæsilegasta heimild um höfuðborgina, sem til er. Ómissandi jafnt fróðleiksþyrst- um sem fagurkerum. Dýrmæt og falleg eign. Þrautgóðirá raunastund, 18. bindi björgunar-og sjó slysasögu íslands eftir Steinaf' J. Lúðvíksson ritstjóra. Þetta bindi fjallar um árin 1969, 1970 og 1971. Meðal þeirra atburða sem Einum hefur hún forðað frá* örkumlum, öðrum hefur hún þrótt til þess að sigrast á erfiðum 0 sjúkdómum sem taldir eru ólækn- andi. Saga Ástu grasalæknis er saga konu sem varið hefur öllum sínum tíma og kröftum öðrum til heilla. Hún býr yfir þekkingu til lækninga sem varðveist hefur í ætt hennar í aldaraðir og gengið mann fram af manni. Atli Magnússon skráir hér sögu Ástu og þrettán einstaklingar svara því hvers vegna kunnátta af þessu tagi fær þrifist nú á dögum hátækni og vísindahyggju.^ti Hvítvín með kjöti?Því ekki það. Bókin um létt vín segir þér allt sem máli skiptir um framleiðslu, innkaup, geymslu og meðferð léttra vína. Nú þarf ekki lengur að velkjast í vafa um hvaða vín fer best með hvaða mat og tilefni. Bókin er mjög vínum Bókin er í bókaflokknum Heim- í ur þekkingar og er greinargott ^ yfirlit um leit mannsins að lögmál- um þeim er efnið og orkan lúta. Efni og orka rekur vísinda- uppgötvanir allt frá því menn tóku að hagnýta sér eldinn til örtölvubylt- ingar nútímans. Grundvallarlögmál efnis og orku eru skýrð þannig að lesandinn fær góða innsýn í meginþætti eðlis-. og efnafræði. A fróðleg um allt sem lýtur að og skemmtileg og aðgengileg að auki, prýdd fjölda mynda. Þýðandi er dr. Örn Ólafsson en aðstoð og rnnsjón með verkinu höfðu Elín Káradóttir og Hilmar B. Jónsson ritstjórar Gestgjafans. Jf BREF SKÁLDANNA GUÐMUNDAR FINNB0GAS0NAR Elín Ósk Óskarsdóttir sópransöngkona sendir hér frá sér fyrstu hljómplötu. „Hvar í andskotanum er Einar Benediktsson? Er hann ekki að selja nýjan jarðskjálfta?“, spyr séra Matthías í bréfí til Guðmundar Finnbogasonar árið 1912. Já það er ýmislegt sem skáldin skrifa Guð- mundi. Bókin Bréf skáldanna til Guð- mundar Finnbogasonar hefur að geyma bréf 22 íslenskra skálda frá árunum 1897-1943. Finnbogi Guðmundsson bjó til prentunar og skrifar formála fyrir bréfum hvers einstaks skálds og birtir þar oftast einhver ummæli Guðmundar um skáldið, ritdóm, ræðu eða ritgerðar- kafla. Bókin varpar ljósi á hugarheim fjölmargra andans manna er mest kvað að á dögum Guðmundar Finnbogasonar og er ómetanleg heimild um fjörlegar hræringar á sviði mennta og menningar á fyrra helmingi þessarar aldar, auk þess að vera bráðskemmtileg aflestrar. ■ sina ■ Hún syngur 10 vel K þekkt íslensk einsöngslög, Sjyásamt nokkrum lögum úr ítölskum óperum. Fágaður ■p" flutningur Elínar Óskar og K-meðleikara hennar Ólafs Vignis ,. Albertssonar gerir hljómplötu Éfinar að eigulegri hljómlistarperlu. Þjóðháttabækur Árna Björns- sonar eru löngu landskunnar. Honum er einkar lagið að draga upp skýra og lifandi mynd af viðfangs- efni sínu, sem í þessari bók eru þeir helgidagar kirkjuársins sem beinlín- is tengjast páskahaldi. Öll þekkjum við bolludag, sprengidag og öskudag en færri vita hvaðan þessar hefðir eru upprunnar. Hræranlegar hátíðir er bók sem gefur daglegum hlutum í lífi okkar aukið gildi. A Öskubuska, Gullbrá og bangsarnir þrír, Eldfærin og Sætabrauðsdrengurinn eru nefnd hér af handahófi af fjölmörgum ævintýrum í bókinni Bangsasögur. Henni er skipt í 365 litla leskafla, einn fyrir hvern dag ársins. Þessi fallega og vandaða barnabók er prýdd fjölda skemmtilegra mynda. Sögurnar hafa allar þánn kost góðra sagna að þær þola lestur aftur og aftur. Bók sem bæði börn og fullorðnir njóta að heyra og lesa. A Rökkursögur fyrir alla daga ársins BANGSASÖGUR RÖkkursögur tyrir allan ársins hring ORN OG ORLYGUR SÍÐUMÚLA 11.108 REYKJAVÍK, SÍMI91-84866

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.