Alþýðumaðurinn - 15.05.1990, Blaðsíða 2
LEIÐARI
Nú í upphafi þess mikla áhuga sem hvarvctna kemur í Ijós á
umhverfismálum í landi voru, er ekki úr vegi að geta þess sem þegar
hefur, á yfirstandandi kjörtímabiii verið unnið í þeim málaflokki.
Um leið er rétt að rifja upp litla svipmynd frá fyrri tíma svona rétt til
samanburðar á starfsháttum núverandi meirihluta, og meirihlutans
sem Framsóknarmenn stóðu fyrir.
Það gerðist í lok næstliðins kjörtímabils að stórum hluta hagnaðar
Vatnsveitunnar var með einni bæjarstjórnarsamþykkt kippt þaðan
sem hann varð til, og fluttur til nota á öðrum sviðum. Þessi fram-
gangsmáti þáverandi meirihluta var illa séður af krötum, og töldu
þeir slík vinnubrögð síst til þess fallin að skapa traust og heilbrigt
samstarf milli kjörinnar bæjarstjórnar og faglegra stjórnenda stofn-
ana bæjarins. Eins og bæjarbúar muna sjálfsagt eftir þá sagði Freyr
Ófeigsson af sér formennsku í stjórn Vatnsveitunnar í kjölfar þess-
ara atburða og mótmælti þessum aðgerðum harðlega i bæjarstjórn.
Það skal skýrt tekið fram að Alþýðuflokkurinn var síður en svo
mótfallinn þeim framkvæmdum sem ráðist var í fyrir þetta fjármagn,
enda hefur flokkurinn sýnt það og sannað með forystuhlutverki sínu
á sviði málefna hinna öldruðu á þessu kjörtímabili, að þar hafa stað-
ið réttir menn við stjórnvölinn og mótað nýja og manneskjulegri
stefnu í þjónustumálum þeirra. Stefnu sem fyrst og fremst mótast af
virðingu fyrir ákvörðunum þeirra sjálfra um þjónustuþörf sína.
Nei, það var fálm og stefnuleysi Framsóknartímans sem verið var
að mótmæla, og skyndilausnir þær sem ráðleysi þeirra leiddi af sér.
Nú, eins og þá er það álit krata að það sé mikilvægt að stofnanir
bæjarins hafi skýrt markaða og trausta tekjustofna sem séu við það
miðaðir að með góðum rekstri og ráðdeild megi ná markmiðum
stofnunarinnar samkvæmt áætlunum um verkefni og nauðsynlegan
framkvæmdahraða.
Það er ekki ætlast til að stofnanirnar skili svo og svo miklum hagn-
aði til bæjarins til ráðstöfunar fyrir meirihlutann til óskilgreindrar
útdeilingar, slíkt hvetur ekki til ráðdeildar, og bíður jafnvel þeirri
hættu heim að ráðist verði í ónauðsynleg verkefni til þess eins að
halda fjármagninu innan viðkomandi stofnunar.
Bæjarbúar hafa eflaust tekið eftir því að þegar bæjargjöldin voru
lögð á í ár, þá var gerð nokkur tilfærsla á tekjustofni frá vatnsveitui
annarsvegar með lækkun vatnsskatts, og til svokallaðrar fráveitu, en
þar er átt við holræsagerð. Þessi tilfærsla á tekjumöguleikum
íþyngdi þó ekki bæjarbúum frekar en áður var, en var til þess gerð
að renna traustari stoðum undir þær bráðnauðsynlegu framkvæmdir
sem nauðsynlegt er að ráðast í til að koma frárennslismálum bæjar-
ins í viðunandi horf, og nýta til þess þá möguleika sem felast í því að
Vatnsveitan þarfnast ekki þessara tekna um sinn.
Núverandi meirihluti hefur þannig haflð undirbúning að því að
hægt verði að ráðast í þessar framkvæmdir innan skamms, og að þar
verði byggt á fjárhagslega traustum grunni, bæði hvað varðar eigin
fé fráveitunnar, lánstraust hennar og greiðslugetu lána.
Þarna er farin óllkt eðlilegri leið en sá hrærigrautargangur skyndi-
ákvarðana sem einkenndi svo oft síðasta stjórnartímabil Framsókn-
aráranna. J.G.
2 - ALÞÝÐUMAÐURINN