Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 15.05.1990, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 15.05.1990, Blaðsíða 3
Þorsteinn Þorsteinsson skrifar: Ræktun skjólbelta á norðurmörkum bæjarins Eitt af mörgum málum sem ALÞÝÐUFLOKKURINN hefur á stefnuskrá sinni er ræktun fjölbreyttari ræktunar fagurs gróðurs á lóðum sínum sér ánægiu og öðrum til augnayndi: Gott mannlíf i fögru umhverfi. Það er öllum unnendum fagurs ntannlífs í fögru umhverfi, ljóst hversu mikið skynsamlegra það er að koma upp sameiginlegum skjólbeltum í hæfilegri fjarlægð, heldur en að hver og einn burðist með mannhæðarháan skjólvegg á sinni lóð og útiloki um leið sólina frá því að næra það líf sem skjóls- ins á að njóta. Einnig er það á dagskrá Alþýðuflokksins að hefja lagfæringar á jarðraski mal- arnámsins á efri hluta Glerár- svæðisins, og hefja þar útplöntun til að hefta óþolandi jarðvegsfok yfir bæinn auk þess að veita sam- skonar skjól fyrir suðvestanátt- inni sem oftlega hefir unnið tjón á garðagróðri og öðrum eignum bæjarbúa. Við efumst ekki um að bæjarbúar munu taka virkan þátt í þessum framkvæmdum ef bæjarstjórn hefur frumkvæði að Hermann R. Jónsson skrifar: Málefni Glerárhverfis og Síðuhverfis skjólbelta norðan við bæinn. Þegar talað er um norðurmörk bæjarins í þessu sambandi, þá má enginn skilja það svo að með þessari skjólbeltahugmynd sé aðeins verið að hugsa um merk- ingu á bæjarlandinu. Það mætti að sjálfsögðu gera með öðrum ódýrari ráðum ef þurfa þætti, enda verða mörk bæjarlandsins vonandi breytan- leg í framtíðinni. Það vill hins vegar svo til að samkvæmt rann- sóknum kunnáttumanna um áhrif skjólbelta á veðurfar innan bæjarins, að slík skjólbelti kæmu að bestum notum fyrir byggðina í norðurhluta Glerárhverfis og efri hluta Brekkunnar, ef þau yrðu ræktuð, frá fjalli til fjöru, þar sem núverandi norðurmörk bæjarins liggja. Ræktun slíkra belta valins hágróðurs á sér langa þróunarsögu víða um heim og hefur ótvírætt sannað gildi sitt. Þau draga svo úr vindstyrk að áhrifanna gætir ótrúlega langt frá staðsetningu þeirra, og þau draga úr og stöðva skafrenninginn svo að snjóalög breytast verulega í skjóli þeirra. Hver veit nema kostnaður við ræktun beltanna gæti skilað sér fljótt nteð lækkuðum snómokst- urskostnaði, enda er það oftar skafrenningurinn en ofankoman sem á sök á útkalli snjóruðnings- sveitar bæjarins. Þetta er ódýr- asta, fallegasta og hagkvæmasta leiðin til að bjóða veðraham norðursins birginn, og skapa bæjarbúum aukin tækifæri til Atvinnumálin verða númer eitt, tvö og þrjú hér á Akureyri næstu mánuðina hvort sem lausnin verður álver við Eyjafjörð eða ekki. Það þarf að stuðla að traustu, fjölbreyttu og heilbrigðu atvinnulífi sem tryggi hverri vinnufúsri hönd störf við sitt hæfi, og sem bestri afkomu. Ég er þeirrar skoðunar að það sé einnig mikilvægt að aukinni atvinnu fylgi einnig aukinn kaup- máttur almennings svo að það leiða orðspor hverfi, sem af Akureyri hefur farið um langa hríð, að hér sé eitthvert mesta láglaunqsvæði landsins. Mér er ofarlega í huga unga fólkið sem er að reyna að eignast þak yfir höfuðið eins og háttar til um svo marga í hverfinu mínu, Síðu- hverfi. Þetta fólk vinnur margt hvert hörðum höndum langan vinnudag, greiðir því háa skatta, og þar sem hverfið er ungt eru húsin með raunhæft fasteignamat og þar með há fasteignagjöld. Það vill hinsvegar dragast allt of lengi að þjónustan sem bæjar- félagiö á að láta í té fyrir þessi gjöld íbúanna komist í sambæri- legt horf við það sem íbúar eldri hverfa njóta. Það þarf að ljúka við frágang gatna og gangstétta. Það þarf að koma á fót útibúum, utan Glerár, frá ýmsum opinber- um þjónustuaðilum svo sem bókasafni, heilsugæslu, lyfja- verslun og pósthúsi. Það þarf að styðja myndarlega við bakið á æskulýðs- og íþróttastarfsemi í heimahverfi, og að ljúka við byggingu íþróttahúss. Flestir bæjarfulltrúanna hafa verið ósköp hljóðir um það hvert þeir ætla börnum væntanlegs Gilja- hverfis að sækja skóla. Mig grunar að í huga þeirra hljóðu, sé Síðuskóli efst á blaði sem ódýrasti kosturinn, en nú þegar er sá skóli fullsetinn og ekki fullbyggður enn. Ég vil benda íbúum Síðuhverfis, og þeim sem hyggjast byggja Gilja- hveiuu, a pao að stefnuskrá Alþýðuflokksins gerir ráð fyrir því að Giljaskóli rísi af grunni og að lokið verði við Síðuskóla. Einnig gerir sama stefnuskrá ráð fyrir því að hverfasamtök eins og Síðusamtökin fái nokkurn rétt til ákvörðunartöku unt framkvæmd- ir og forgangsröðun verkefna innan hverfisins, og að þeim verði jafnvel gert kleift að sjá um ýmis smærri verkefni svo sem Þorsteinn Þorsteinsson sundlaugar- vörður skipar 7. sæti á lista Alþýðu- flokksins. þeim og leggur sitt af mörkum til að skapa tækifærin til þess. SÉRTU SAMMÁLA, VERTU SAMFERÐA. SETTU X-VIÐ A HINN 26.MAÍ. GERUM GÓÐAN BÆ BETRI. Þorsteinn Þorsteinsson. Hermann R. Jónsson sölumaður skip- ar 8. sæti á lista Alþýðuflokksins. varðandi skipulag óbyggðra reita, fegrun þeirra og gróðurval. Enn vil ég minna á Síðusam- tökin, þau eru nú þegar sterk. Það sannaðist eftirminnilega á síðasta vetri þegar haldinn var fundur í Síðuskóla, þar sem rædd var stefna bæjarstjórnar í skóla- málum. Á þeim fundi var knúin fram breyting á skólastefnu bæjarstjórnarinnar og nú geta börnin okkar lokið grunnnámi sínu heima í hverfinu. Við viljum búa í góðu hverfi. Við eruni fjöl- menn og höfum áhrif. Við viljum auka áhrif okkar á innri málefni hverfisins. Þess vegna legg ég til að við kjósum við Alþýðuflokkinn. GERUM GÓÐAN BÆ BETRI. SETJUM X-VIÐ A. 26. MAÍ. H.R.J. ALÞÝÐUMAÐURINN - 3

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.