Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 15.05.1990, Blaðsíða 6

Alþýðumaðurinn - 15.05.1990, Blaðsíða 6
Auglýsing um utankjör- fundaratkvæðagreiðslu Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórn- arkosninga 26. maí 1990 hófst 31. mars sl. Kosið er á skrifstofu embættisins að Hafnarstræti 107, Akureyri, 3. hæð, alla virka daga á venjulegum skrifstofutíma frá kl. 9.30 til kl. 12.00 og kl. 13.00 til kl. 15.30 svo og kl. 17.00 til 19.00 og kl. 20.00 til kl. 22.00. Laugardaga og sunnudaga kl. 13.00 til kl. 16.00 svo og 24. maí (uppstigningardag). Á skrifstofu embættisins í Ráðhúsinu Dalvík er kosið kl. 16.00-18.00 alla virka daga svo og kl. 11.00- 12.00 á laugardögum svo og á öðrum tímum eftir samkomulagi við Gíslínu Gísladóttur, fulltrúa á Dalvík. Kosið er hjá hreppstjórum eftir samkomulagi við þá. Kjósendur eru sérstaklega hvattir til að nota tím- ann utan hins venjulega skrifstofutíma, því þá má vænta skjótari þjónustu. Akureyri 5. maí 1990. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Ljóð vikunnar: LOFGJORÐ eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi Ég beygi kné mín og blessa þig, móðir jörð. Eg blessa þann mátt, sem gaf þér líf og anda. Hver hugsun mín er þúsundföld þakkargjörð, og þó er ég barn hinna köldu og nyrstu stranda, en þar hef ég fundið, hve heilagur eldurinn er, hve ást þfn er rfk og faðmur þinn tryggur og mildur. Gæfa mín er að gleðjast og hryggjast með þér. Sá glatast ekki, sem þér er andlega skyldur. Ég beygi kné mín og blcssa þig, mikli sær, þinn barnslega frið og tröllslega grimmdaræði. Ég undrast þinn mátt, þá dýrð, sem frá djúpinu slær á dauðlega menn. Ég elska söng þinn og kvæði. Sú hugsun er stór, seni vitnar um sál þfna og svip, sá söngur fagur, er minnir á bylgjuniðinn. Mcd bárum þfnum berast mín draumaskip. Sá berst til sigurs, sem tilbiður aflið og friðinn. Ég bcygi kné mfn og blessa þig, himnasól, sem breytir nóttinni í dag og sorg í gleði, sem græðir og veitir köldum skjól. Þitt vald er gátan mikla, sem enginn réði. Þú lyftir hug mínum hátt yfir dauða og synd, gafst hjartanu mátt og lífgaðir vonir feigar. Ég barmafyllti skál mfna f Ijóssins lind. Sá lifir, sem bergir þínar ódáinsveigar. AKUREYRARRÆR Kjörskrá Kjörskrá til bæjarstjórnarkosninga, sem fram eiga að fara 26. maí n.k. liggur frammi á bæjarskrif- stofunum, Geislagötu 9, Akureyri alla virka daga frá 25. mars til 22. apríl n.k. Þó ekki á laugardögum. Kærur við kjörskrána skulu hafa borist bæjarskrif- stofunni eigi síðar en 11. maí n.k. Kjósendur eru hvattir til þess að athuga, hvort nöfn þeirra séu á kjörskránni. Akureyri, 9. mars 1990, Bæjarstjóri. Framboðslisti Alþýðuflokksins 1. Gísli Bragi Hjartarson, múrari. 2. Hulda Eggertsdóttir, skrifstofumaður. 3. Bjarni Kristjánsson, forstöðumaður. 4. Hanna Björg Jóhannesdóttir, verkakona. 5. Sigurður Oddsson, tæknifræðingur. 6. Edda Bolladóttir, forstm. heimilisþjónustu. 7. Þorsteinn Þorsteinsson, sundlaugarvörður. 8. Hermann R. Jónsson, sölumaður. 9. Valur Knútsson, verkfræðingur. 10. Ásdís Ólafsdóttir, húsmóðir. 11. Jóhann Möller, bankafulltrúi. 12. Unnur Björnsdóttir, húsmóðir. 13. Snælaugur Stefánsson, vélvirki. 14. Pétur Bjarnason, fiskeldisfræðingur. 15. Gunnhildur Wæhle, hjúkrunarfræðingur. 16. Óskar Þór Árnason, tæknifræðingur. 17. Margrét Jónsdóttir, skrifstofumaður. 18. Pétur Torfason, verkfræðingur. 19. Ingólfur Árnason, rafveitustjóri. 20. Þorvaldur Jónsson, fulltrúi. 21. Áslaug Einarsdóttir, húsmóðir. 22. Freyr Ófeigsson, héraðsdómari. Auglýsingasímar Alþýðumannsins eru 24399 & 25835 6 - ALÞYÐUMAÐURINN

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.